Þráðlausir snjallnemar fyrir steypu er komið fyrir inni í steypustyrktarjárni á verkstað til að fylgjast með þróun styrks, hitastigs og hörðnun steypunnar. Styrkleiki steypunnar er kvarðaður við þá steypugerð sem er notuð hverju sinni. Gagnasöfnun um þróun á eiginleikum steypunnar veitir byggingaraðilum mikilvægar upplýsingar þegar taka þarf ákvörðun um hvenær megi slá frá steypumótum á verkstað.
Slíkt getur verið sérstaklega hentugt í köldu veðurfari og leitt af sér aukið hagræði, styttri verktíma og lægri kostnað.
Að jafnaði ætti einn snjallnemi að duga fyrir hefðbundna byggingarhluta upp að 100 M3, en söluráðgjafar veita nánari upplýsingar um hversu marga snjallnema steypuframkvæmdin þarf.
Snjallnemarnir koma með 30 cm snúru eða 3 m snúru.
Hægt er að skoða nánari upplýsingar um snjallnemana á upplýsingasíðu eða í bæklingi. Einnig er velkomið að hafa samband við söludeild BM Vallár.