Gámaskýli eru hentug lausn fyrir fjölbýlishús og vinnustaði. Gámaskýlin koma í tveimur stærðum, annars vegar rúma þau 660 lítra gám og hins vegar 1.100 lítra gám. Lokin á skýlunum festast við stöng á sjálfum gámnum sem gera þau sérlega meðfærileg og þægileg í notkun. Mælt er með að setja hurðir og lok á skýlin ásamt pumpu til að auðvelda opnun hurðarloks.
Skýlin á að leggja á frostfrían jarðveg með steyptu eða hellulögðu undirlagi. Hurðir, lok eru framleidd hjá BM Vallá og eru keypt aukalega ásamt pumpu og festingum.