Stílhrein og falleg sorptunnuskýli sem henta fyrir allar gerðir sorptunna. E-einingaskýlin eru algeng sjón um allt land og fást í þremur stærðum; tvöfalt, þrefalt og fjórfalt skýli.
Mælt er með að setja hurðir og lok á skýlin ásamt pumpu til að auðvelda opnun hurðarloks. Skýlin á að leggja á frostfrían jarðveg með steyptu eða hellulögðu undirlagi. Hurðir og lok úr við eru framleidd hjá BM Vallá og eru keypt aukalega ásamt pumpu og festingum.
Varðandi stækkunarmöguleika á skýli: Hægt er að stækka E-einingaskýlin sem nemur einu sorptunnuplássi með L-einingu eða U-einingu.