Beint í efni

Upplýsingar um verkefni

Farið var í múrviðgerðir á tveggja hæða einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Húsið var byggt árið 2008 en múrkerfið á húsinu var farið að láta verulega á sjá. Eftir athugun kom í ljós að upprunalegt múrkerfi hússins var ónýtt sem gerði að verkum að sprungur og skemmdir voru farnar að myndast utan á múrnum. Þess má geta að steypa hússins var í góðu lagi en eingöngu um einangrað tilvik að ræða tengt múrkerfi.

Ákveðið var að skipta um múrkerfi á húsinu og var StoTherm múrkerfi frá þýska framleiðandanum Sto valið fyrir húsið, en BM Vallá er umboðsaðili fyrir Sto á Íslandi og veitir sérfræðiráðgjöf um vörurnar frá Sto.

Staðsetning

Höfuðborgarsvæði

Múrkerfi

StoTherm múrkerfi

Verktaki

Vönduð vinnubrögð

Hvert verkefni er einstakt

Til þess að heildarútkoma múrverksins heppnist sem best er grundvallaratriði að vandað sé vel til verks, bæði hvað varðar uppsetningu á múrkerfi og öllu efnisvali.

Efnisval og tegund múrkerfis tekur mið af mörgum þáttum og er umfang mismunandi fyrir hvert verkefni. Það er mismunandi hvaða múrkerfi hentar húsinu og verður að taka tillit til margra þátta, t.d. hvort verið sé að hanna nýtt hús frá grunni, hvort húsið sé staðsteypt eða með steypt með húseiningum úr steypu eða úr timbri.

Þess vegna mælum við ávallt með því að fá sérsniðna ráðgjöf frá okkar færustu ráðgjöfum í múr- og tæknilausnum. Við hjálpum þér við að velja múrkerfi, veitum stuðning við skoðanir og magnútreikninga, ráðgjöf um viðhald og tökum að okkur kennslu á uppsetningu múrkerfa.

Múrkerfi og múrviðgerðir. Sto. BM Vallá

StoTherm Vario | Hefðbundið múrkerfi

StoTherm múrkerfi eru fest að utanverðu og virka því sem utanhúsklæðning. Þau eru með gott einangrunargildi, frárennslisgetu og brunaöryggi. Hægt er að velja um nokkra mismunandi liti.

Ávinningur af StoTherm múrkerfum

  • Yfir 30 ára reynsla á markaði
  • Persónuleg ráðgjöf í gegnum allt ferlið
  • Múrkerfin eru fínstillt til að takast á við hita, kulda, raka og álag
  • Múrkerfin eru auðveld í notun
  • Hægt að sameina með mörgum yfirborðshúðum sem eru mismuandi að lögun, lit og áferð

Tengd verkefni

Tengdar vörur - Velja vörur í stillingum