Sjálfbærnistefna okkar er lýsandi fyrir áherslurnar í samfélagslegri ábyrgð og tekur stefnan mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við umhverfisleg-, félagsleg- og stjórnháttaviðmið.

Stjórnháttaviðmið

Stjórnháttaviðmið snúa að stjórn, stjórnendum, innra eftirliti og áherslum tengt samstarfsaðilum og birgjum.

Nýsköpun og fjárhagslegur styrkur

 • Við notum allar auðlindir eins hagkvæmlega og hægt er og stefnum á að viðhalda heilbrigðum fjármagnskostnaði
  Við fjárfestum í nýsköpun og þróun á framsæknum umhverfisvænni framleiðsluaðferðum og vöru
  Við tökum þátt í verkefnum utan fyrirtækisins sem stuðla að þróun og notkun á umhverfisvænni framleiðslu og efni.

Eftirfylgni við lög og reglur ásamt gagnsæi

 • Við tryggjum samræmi við alþjóðleg mannréttindalög, gegn spillingu og vinnurétt starfsfólks með ferlum innan fyrirtækisins svo sem stefnu um vernd uppljóstrara
 • Við gerum strangar kröfur um viðskipti okkar við birgja og samstarfsaðila
  Við tryggjum að hver staða innan fyrirtækisins sé mönnuð með hæfasta einstaklingnum án tillits til kyns, trúarbragða, kynþáttar eða kynhneigðar

Félagsleg viðmið

Félagsleg viðmið snúa að því hvernig við komum fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og nærsamfélagið. Áherslurnar taka líka mið af jafnréttismálum og nýsköpun.

Framúrskarandi heilbrigðis- og öryggismál

 • Við ætlum að efla öryggismenningu og setjum öryggi og heilsu starfsfólks í forgang
 • Við ætlum að tryggja að allt starfsfólk skili sér heilt heim að loknum vinnudegi
 • Við ætlum að ná töpuðum tíma vegna vinnuslysa niður í núll
 • Við ætlum að efla öryggismenningu og rekum öflugt forvarnar- og fræðslustarf til að koma í veg fyrir slys eða sjúkdóma af völdum starfseminnar

Ábyrgur samfélagsþegn

 • Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður sem tryggir góð starfsskilyrði og möguleika til starfsþróunar
 • Við veitum aðgengilegar upplýsingar um starfsemina, árangurinn og framleiðsluna
 • Við ætlum að vera virkur þátttakandi í verkefnum í nærsamfélaginu
 • Við höldum úti samfélagssjóðnum Hjálparhella BM Vallá og styðjum við samfélagsleg verkefni

Umhverfisleg viðmið

Umhverfisleg viðmið snúa að þeim verkefnum sem unnið er að í tengslum við loftslagsáhrif og því yfirlýsta markmiði að ná kolefnishlutleysi í starfseminni árið 2030.

Eflum hringrásarhugsun

 • Við stefnum á kolefnishlutleysi í starfseminni árið 2030
 • Við ætlum að minnka kolefnisspor á hvern framleiddan rúmmetra af steypu um 30% fyrir 2024
 • Við ætlum að efla hringrásarhugsun í starfseminni, t.d. með því að draga úr úrgangi sem er óflokkaður
 • Við munum stöðugt auka endurnýtingar- og endurvinnsluhlutfall í allri okkar framleiðslu

Ábyrg notkun auðlinda

 • Við ætlum að minnka sement í steypuuppskriftum okkar
 • Við ætlum að vera enn ábyrgari í notkun á auðlindum vatns og rafmagns
 • Við ætlum að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis með ábyrgri skipulagningu (e. logistic) á flota og flutningum
 • Við höfum í heiðri ábyrga nýtingu auðlinda í allri okkar starfsemi ásamt því að lágmarka sóun í starfseminni

BM Vallá hefur sett fimm heimsmarkmið í forgang sem eru í takt við stefnumörkun fyrirtækisins. Þessi markmið má sjá á neðangreindri mynd