Á hverju sumri fáum við öflugt og frambærilegt fólk til liðs við okkur í hin ýmsu sumarstörf. Þau gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi okkar og sinna fjölbreyttum störfum eins og t.d. söluráðgjöf, lagerstörf, verksmiðjustörf og matreiðslu. Það er alltaf gaman að fá nýtt og kröftugt fólk sem hefur oft skemmtilega sýn á hlutina og fá þau að spreyta sig undir handleiðslu þeirra sem hafa meiri starfsreynslu. Í ár voru tíu öflugir aðilar sem bættust í hópinn og nú er komið að því að þau halda flest til áframhaldandi náms og ljúki störfum í bili að minnsta kosti. Sum þeirra ætla þó að halda áfram í hlutastarfi í vetur og eru staðráðin í að koma aftur næsta sumar.
Við þökkum þeim fyrir samstarfið í sumar, góð kynni og vonum að þeim gangi sem allra best í haust.