Beint í efni

HÚSGERÐIR


Steypa frá BM Vallá

Húsgerðir steyptra einingahúsa

BM Vallá býr yfir afar öflugri framleiðslu- og hönnunargeta og geta því arkitektar og hönnuðir haft frjálsar hendur við hönnun og útfærslu einingahúsana. Forsteyptar einingar má nota í einbýlishús, sumarbústaði, fjölbýli, hótel, hesthús, landbúnaðarhús, iðnaðar- og atvinnuhúsnæði og í raun hvað sem er.

Fjölbreytt úrval klæðninga

Einingahúsin frá BM Vallá eru þekkt fyrir mikið úrval viðhaldslítilla völunarklæðninga, sléttrar steypuáferðar eða munsturáferðar. Völunaráferðir fást í nokkrum litum og gerðum en einnig er hægt að klæða einingarnar eftir á með áli, stálklæðningum, timbri eða flísum. Möguleikarnir eru nær endalausir.

Skoðaðu helstu tegundir einingahúsa