Umhverfisstefna
UMHVERFISSTEFNA BM VALLÁ
- BM Vallá hefur ábyrga nýtingu auðlinda að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.
- Áhersla er lögð á stöðuga vöktun og stýringu þátta í starfsemi félagsins sem geta haft neikvæð áhrif á umhverfið.
- BM Vallá hefur einsett sér að kolefnisspor félagsins hafi minnkað um a.m.k. 60% fyrir lok árs 2030.
- Því markmiði hyggjumst við ná með markvissri vöruþróun í okkar framleiðslu og í samstarfi við okkar birgja.
- BM Vallá hyggst innleiða ISO 14001 umhverfisstaðalinn á árinu 2021.
- BM Vallá leggur áherslu á góða umgengni við umhverfið, endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er en farga öðru á viðeigandi hátt.
- BM Vallá leggur mikla áherslu á að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála verði fullnægt og munum setja okkur strangari kröfur þar sem við á.