Grænni byggð stóð að morgunfundi um steypu þar sem fulltrúar þriggja fyrirtækja héldu erindi um byggingarefni og steypu. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, móðurfélags BM Vallár, hélt erindi um markmið fyrirtækisins í átt að kolefnishlutlausri steinsteypu og þau viðfangsefni sem miðuðu í þá átt. Meðal þess sem kom fram í máli Þorsteins var að allir hagaðilar sem kæmu að mannvirkjagerð; hönnuðir, arkitektar, framkvæmdaaðilar og opinberir aðilar yrðu að taka sameiginlega ábyrgð á að veita umhverfisvænni lausnir. Hann fyndi fyrir afar jákvæðum undirtektum í mannvirkjageiranum um að taka ábyrgð og vilja til að leita leiða um að draga úr kolefnisspori byggingarframkvæmda. Þá væri afar jákvæð þróun í gangi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem miðar átt að breytingu að kafla um steinsteypu í byggingarreglugerð.
„Við viljum forðast grænþvott og felur því vegferðin okkar í átt að kolefnishlutleysi að taka ábyrgð á allri losun steinsteypunnar, þ.m.t. sementsins og verðum við að horfa á lausnir tengt nýjum sementstegundum, þ.m.t. steypuuppskriftum. Það er mikil þróunarvinna í gangi hjá okkur um þessar mundir sem snúa að því að nýta íslensk jarðefni sem íblendiefni í sementið sem kæmu í stað flugösku og kísilryks.“ sagði Þorsteinn og bætti við að á árinu náði BM Vallá að lækka meðaltalslosun pr. framleiddan rúmmeter á steypu úr 312 kg í 285 kg. Sjá nánari upplýsingar í samfélagsskýrslu.
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins.
Auk Þorsteins voru fyrirlestrar frá fulltrúum Pago húsa og Steypustöðvarinnar. Morgunfundurinn var hluti af fundarröð Grænni byggðar sem snúa að margvíslegum málefnum sem snerta grænni byggð, sjálfbærri borgir og þéttbýli.