Beint í efni

STEYPUDÆLUR


Fyrir stóru og smáu dæluverkin

BM Vallá er með mikið úrval af öflugum steypudælum sem leysa steypuframkvæmdir hratt og örugglega. Allt frá liprum og litlum dælum sem henta vel við þröngar aðstæður upp í stórar, langar og kröftugar dælur sem henta vel í stærri verk.

Lögð er mikil áhersla á öryggi á verkstað og eru allar steypudælar hjá BM Vallá teknar út árlega af erlendum og óháðum aðila. Þá eru allar dælur með gúmmístúta í stað stálstúta til að stuðla að fyllsta öryggi á verkstað.

Hafðu samband við okkur varðandi val á steypudælum í síma 412 5100 eða sendu okkur tölvupóst.

S47 SX | AFKASTAMIKIL

Nýjasta og afkastamesta dælan hjá BM Vallá, og er hún meira að segja stærsta dæla landsins. Hún er 47m og með fimm arma og ræður við allra stærstu steypuverkefnin hratt og örugglega.

S31 XT | PLÁSSLÍTIL

Sérhönnuð til að steypa í þröngum aðstæðum þar sem erfitt er að komast að. Hún er útbúin skotbómu sem gerir henni kleift að stilla sér upp í lágri lofthæð lámarkshæð er 5,7m. Lítil og öflug dæla sem hentar vel fyrir plásslítil svæði.

S38 SX | ALLRAHANDA

Í dæluflotanum eru þrjár 38 metra steypudælur. Hver dæla er fimm arma. Mjög öflug tæki og geta leyst flest verk, sannkallaðar allrahanda dælur.

S36 X | FJARKINN

Lipur, fjögurra arma steypudæla með 36 metra dælu. Hentar í allmörg verk.

S43 SX III | HENTUG

Þessi hentar vel við flestar aðstæður. Um er að ræða 43 metra langa dæla með fimm örmum.

PUTZMEISTER 720 | KERRUDÆLA

Ný og öflug kerrudæla sem er notuð til að dæla sandlögunum og steypu frá 50-100mm breiðum slöngum. Mikil afkastageta og getur dælt allt að 21 M3 pr.kl., 300 m lárétt og 100 m lóðrétt.