UMHVERFISYFIRLÝSING VÖRU (EPD)

Umhverfisyfirlýsing (EPD)
BM Vallá leggur mikla áherslu á að veita aðgengilegar og gagnsæjar upplýsingar um umhverfisáhrif tengd framleiðslu sinni með það að markmiði að stuðla að vistvænni mannvirkjagerð. Með umhverfisyfirlýsingu (Environmental Product Declaration, EPD), sem er vottað skjal frá óháðum aðila, er hægt að nálgast tölulegar, staðlaðar og gagnsæjar upplýsingar um umhverfisáhrif vörunnar yfir lífsferil hennar.
Eftirfarandi umhverfisyfirlýsingar fyrir steypu og steinsteyptar vörur frá BM Vallá hafa verið vottaðar af EPD-Norge, óháðum þriðja aðila. Smelltu á hlekkina til að skoða nánar.
Steypugerðir BM Vallár eru einnig vottaðar samkvæmt Evrópustaðlinum ÍST EN 206:2013, sem tryggir að þær uppfylli ströngustu kröfur um gæði og umhverfisáhrif.