GÆÐASTEFNA OG GÆÐAVOTTUN

Eini steypuframleiðandi landsins með vottað gæðastjórnunarkerfi
BM Vallá leggur mikla áherslu á gæði og stöðugleika í framleiðslu á steypu- og múrvörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið verið með vottað ISO 9001:2015 gæðastjórnunarkerfi sem nær yfir alla þætti starfseminnar og er eini steypuframleiðandi landsins með þá vottun.
Gæðastjórnunarkerfinu er ætlað að auðvelda ákvörðunartöku, tryggja gæði og styðja við stöðugar umbætur. Stjórnkerfið er vottað af Vottun sem staðfestir að kerfið uppfyllir alþjóðlega viðurkennda staðla. Einnig eru megingerðir steinsteypunnar vottaðar samkvæmt Evrópustaðlinum ÍST EN 206:2013.
Til að halda í heiðri gæðastöðlum og viðhalda góðri stöðu í gæðamálum hefur BM Vallá sett sér eftirfarandi gæðastefnu.
- Að þjónusta fyrirtækisins uppfylli væntingar viðskiptavina og að fyrirtækið skili ávallt vöru í samræmi við viðeigandi gæðastaðla og önnur viðmið sem fyrirtækið hefur skilgreint.
- Að viðhalda góðri stöðu á sínu sviði í gæðamálum með frumkvæði og aukinni þekkingu starfsmanna.
- Að sinna kerfisbundnu eftirlit með gæðum framleiddra og innfluttra vara sem og veittrar þjónustu.
- Að viðhalda gæðasstjórnunarkerfi sem er í samræmi við gildandi staðla um gæðastjórnun og vörugæði.
- Að allt starfsfólk fyrirtækisins hafi aðgang að, þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í störfum sínum.
- Að fylgja og hlíta opinberum kröfum sem gerðar eru til starfsemi fyrirtækisins hverju sinni.
- Að stuðla að stöðugum framförum í starfsemi fyrirtækisins í starfsumhverfi sem byggist á samstarfi og virkri þátttöku allra starfsmanna.
Gæðastefna var uppfærð og yfirfarin af forstjóra 13.5.2025