Beint í efni

GÆÐASTEFNA OG GÆÐAVOTTUN


Eini gæðavottaði steypuframleiðandi landsins

BM Vallá leggur mikla áherslu á að vera framúrskarandi fyrirtæki á öllum sviðum og einsetur sér að vera í forystu við framleiðslu á sementsbundnum vörum, sölu og þjónustu fyrir íslenskan byggingariðnað.

BM Vallá er með gæðavottað stjórnkerfi skv. ISO 9001:2015 og er eini steypuframleiðandi landsins með þá vottun. Með því að uppfylla kröfur ISO 9001:2015, eru væntingar og kröfur hagsmunaaðila hafðar að leiðarljósi og fylgt er eftir þeim kröfum sem settar eru varðandi öryggismál.

Að auki eru megingerðir steinsteypunnar vottaðar samkvæmt Evrópustaðlinum ÍST EN 206:2013.

Eftirfarandi markmið og vinnureglur eru höfð að leiðarljósi í gæðastefnu fyrirtækisins

  • Starfrækja virkt gæðakerfi á öllum sviðum starfseminnar
  • Innleiða og viðhalda núll slysastefnu í öryggismálum
  • Tryggja umbætur og þróun
  • Tryggja auðlindir sem þörf er á hverju sinni
  • Efla fagþekkingu og þjálfun starfsfólks
  • Veita gott og öruggt vinnuumhverfi
  • Hvetja og veita starfsfólki endurgjöf
  • Lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar á umhverfið
  • Hámarka nýtingu á hráefnum
  • Bjóða fjölbreytt vöruúrval og þjónustu á hagstæð verð

Skjöl yfir vottanir


Gæðastefnan er endurskoðuð einu sinni á ári með rýni stjórnenda.