Beint í efni
Mínar síður

LANDSLAGSRÁÐGJÖF


Lilja landslagsarkitekt

VIÐ OPNUM FYRIR BÓKANIR Í MARS/APRÍL 2026

LANDSLAGSRÁÐGJÖF FYRIR PLANIÐ EÐA GARÐINN

Lilja Kristín Ólafsdóttir, landslagsarkitekt, veitir góð ráð við útfærslu hugmynda um framkvæmdir við lóðina, garðinn eða innkeyrsluna við heimilið. Ráðgjöfin tekur mið af útfærslu á vörulínu BM Vallár og er ætlað að auðvelda fólki þegar skipuleggja þarf nýtt svæði eða betrumbæta lóðir.

Útgangspunktur ráðgjafarinnar tekur mið af því hvernig hægt er að fegra og snyrta nærumhverfið með hellum, steinum, þrepum og vörum frá BM Vallá.

Hægt er að velja milli tveggja mismunandi leiða í landslagsráðgjöf, en einnig er hægt að hanna eigin innkeyrslu með nýju teikniforriti BM Vallár, sem er einfalt vefkerfi og öllum að kostnaðarlausu.

Landslagsráðgjöf hjá BM Vallá.

Næsta vor (mars/apríl 2026) byrjum við að taka við bókunum í landslagsráðgjöf hjá Lilju

Það er mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að framkvæmdum og því er gott að fá ráðgjöf frá landslagsarkitektum sem hafa þekkingu og reynslu um þær útfærslur sem hægt er að fara.

Hægt er að velja um þrjár mismunandi leiðir þegar kemur að landslagsráðgjöf og/eða hönnun á innkeyrslu, allt eftir umfangi verkefnisins og áherslum.

Ef þú hefur áhuga á að bóka landslagsráðgjöf fyrir næsta sumar getum við sent þér tölvupóst þegar opnað verður fyrir bókanir.

Skráðu netfangið þitt á lista og þú færð fyrst(ur) að vita þegar þú getur bókað ráðgjöf.

Leið 1 | Landslagsráðgjöf fyrir eitt svæði

Lilja Kristín, landslagsarkitekt, veitir viðskiptavinum ráðgjöf um framkvæmdir á einu svæði við húsnæðið, t.d. aðkomu að húsi, innkeyrslu eða baklóð. Miðað er við svæði sem er að hámarki 200 fm að stærð. Sjö til tíu virkum dögum eftir ráðgjöf færð þú senda þrívíða útlitsmynd af hönnuninni og verðtilboð. Gögnin taka mið af heildarhönnun svæðisins en eru ekki formlegar framkvæmdateikningar.

Nauðsynlegt er að senda gögn fimm dögum áður en ráðgjöf fer fram. Gögn sem þarf að senda eru:
- Afstöðumynd af lóð
- Grunnmynd af húsi með mælingum
- Ljósmyndir af því svæði sem á að hanna


Ráðgjöfin fer fram að Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík.

*Tíminn kostar 24.900 kr og færð þú upphæðina tilbaka í formi inneignar sem gengur upp í efniskostnaðinn - gildir fyrir eina ráðgjöf í eitt skipti.

Leið 2 | Landslagshönnun - heildarlausn

Sökum mikillar eftirspurnar frá viðskiptavinum okkar bendum við á að hægt er að leita til landslagsarkitekta sem taka að sér landslagshönnun á heildarsvæði. Lilja Kristín býður upp á slíka þjónustu og er hún ætluð þeim sem vilja láta teikna upp lóð/garð ásamt innkeyrslu.

Um er að ræða heildarlausn fyrir alla lóðina við húsnæðið ásamt skilagögnum í formi þrívíðra útlitsmynda, efnislista og magntölur. Landslagshönnun hentar þeim sem vilja láta teikna upp nýja lóð, þ.m.t. aðkomu að húsi og garðinn sjálfan.

BM Vallá hefur ekki milligöngu um þessa þjónustu en hægt er að heyra beint í Lilju Kristínu, landslagsarkitekt, fyrir nánari upplýsingar og verð.

Teikniforrit BM Vallá.

Leið 3 | Teikniforrit fyrir innkeyrslu

Nú getur þú hannað innkeyrsluna við húsið þitt með hellum og kantsteinum frá BM Vallá og séð hvernig mismunandi tegundir fara best við húsið þitt.

Teikniforritið er einfalt, þægilegt og notendavænt vefkerfi. Byrjaðu að hanna og sjáðu hvernig planið leggst í þig.

Lilja Kristín, landslagsarkitekt, hjá BM Vallá

Lilja Kristín hefur starfað sem landslagsarkitekt síðan 2008 og er með eigin stofu, Betula landslagsarkitektar. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði hvað varðar skipulag og hönnun og tekið þátt í ýmsum samkeppnum.

Einkagarðar hafa alltaf átt sérstakan sess í hönnun hjá henni en þar reynir á að setja saman marga ólíka hluti á eina lóð sem þarf að vera falleg, virkar vel og hentar hverri fjölskyldu.


Lilja Kristín Ólafsdóttir, landslagsarkitekt veitir góð ráð við garðinn, innkeyrsluna og lóðina.
Fyrir hvern er landslagsráðgjöfin ætluð?
Hvar fer landslagsráðgjöfin fram?
Hvernig panta ég landslagsráðgjöf?
Hvaða gögn þarf ég að senda ykkur áður en ráðgjöfin fer fram?
Fæ ég upphæðina endurgreidda?
Hvenær koma gögnin frá landslagsarkitektinum?