HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

Starfsemin tengd Heimsmarkmið SÞ
Við tengjum starfsemina við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og endurspegla þau áherslurnar okkar er kemur að loftslagsmálum og samfélagsábyrgð. Sjálfbærnistefna BM Vallár er lýsandi fyrir áherslurnar í samfélagslegri ábyrgð og tekur stefnan mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við umhverfisleg-, félagsleg- og stjórnháttaviðmið.
BM Vallá hefur sett eftirfarandi fimm heimsmarkmið í forgang sem eru í takt við stefnumörkun fyrirtækisins.
- 5: Jafnrétti kynjanna
- 9: Nýsköpun og uppbygging
- 11: Sjálfbærar borgir og samfélög
- 12: Ábyrg neysla og framleiðsla
- 13:Aðgerðir í loftslagsmálum
