31.10.2024
Framúrskarandi fyrirtæki 2024
BM Vallá er meðal Framúrskarandi fyrirtækja ársins 2024 samkvæmt nýjum lista Creditinfo sem var birtur í gær, fjórða árið í röð. Til þess að ná slíkum árangri þarf að uppfylla ströng skilyrði, og þau fyrirtæki sem komast á listann eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn á traustum stoðum og leggja áherslu á að efla hag allra. Aðeins afreksfyrirtæki atvinnulífsins standast þessar kröfur, sem sýnir að þau eru betur í stakk búin til að ná árangri og standast álag, enda eingöngu um 2% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla þessi skilyrði.
Þau skilyrði sem Framúrskarandi fyrirtæki þurfa að uppfylla eru:
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
- Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið verður tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti
- Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrartekjur að lágmarki 60 milljónir króna reikningsárið 2023, 55 milljónir króna reikningsárið 2022 og 50 milljónir króna reikningsárið 2021
- Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 2 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
- Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2021-2023
- Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2021-2023
- Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2021-2023
- Eignir að minnsta kosti 120 milljónir króna reikningsárið 2023, 110 milljónir króna reikningsárið 2022 og 100 milljónir króna reikningsárið 2021
Starfsfólk BM Vallár er afar stolt af þessum árangri, sem er afrakstur metnaðarfulls starfs, undirbúnings og skýrrar framtíðarsýnar, sem okkar frábæra starfsfólk hefur að leiðarljósi. Forsvarsmenn Framúrskarandi fyrirtækja, ásamt Creditinfo, gerðu sér glaðan dag í Hörpu í gær þar sem þeir tóku á móti viðurkenningarskjöldum fyrir framúrskarandi árangur.
Við viljum þakka öflugum hóp starfsfólks ásamt traustum viðskiptavinum því án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Við óskum einnig öllum öðrum Framúrskarandi fyrirtækjum til hamingju með árangurinn.