Beint í efni

STEYPTAR HÚSEININGAR FYRIR EININGAHÚS


Húseiningar frá BM Vallá

Hagkvæmar byggingar með forsteyptum húseiningum

Smellinn húseiningar, eru hagkvæmur valkostur fyrir fólk sem hugar að byggingaframkvæmdum og ætlar að hanna hús frá grunni. Allar húseiningarnar eru sérhannaðar og forsteyptar innanhúss við bestu mögulegu aðstæður. Styttri byggingartími er einn helsti meginkostur einingahúsa þar sem þau rísa almennt hraðar en staðsteyptar byggingar. Það þýðir að hægt er að ná fram lægri byggingarkostnaði, minni óvissu, tímaáætlanir standast betur, ásamt því að óhagstætt veðurfar hefur minni áhrif á framkvæmdahraðann.

Helstu kostir þess að byggja hús með forsteyptum húseiningum eru

  • Styttri byggingartími og þar með lægri kostnaður
  • Steypt við bestu aðstæður innanhúss
  • Ytra yfirborð hússins er fáanlegt með sléttri steyptri áferð, fallegri viðhaldslítilli völun eða munsturáferð
  • Gott einangrunargildi og húsin einangruð að utan

Gæðavottuð framleiðsla og áratugareynsla

BM Vallá hefur framleitt steyptar húseiningar frá árinu 1984 en eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður og settar saman undir ströngu gæðaeftirliti. Framleiðsluferlið er gæðavottað skv. ISO 9001 ásamt því að einingarnar eru CE vottaðar.

Húseiningar eftir þínum óskum

Fjölbreytileiki í framleiðslu húseininga er afar mikill og geta arkitektar og hönnuðir haft frjálsar hendur við hönnun og útfærslu húsanna.

Húseiningarnar henta til að hanna og byggja einbýlishús, sumarbústaði, fjölbýlishús, hótel, gistihús, hesthús og önnur landbúnaðarhús, iðnaðarhúsnæði og í raun hvað sem er.

Möguleikarnir eru nær takmarkalausir.

Áferða- og munstursteypa

Vinsældir sjónsteypu hafa aukist síðustu misserin enda gefur útkoman fallega áferð og sérkenni. Munstrið í steypuna er fengið fram með sérstökum munsturmottum og hægt er að velja á milli fjölmargra mismunandi áferða eins og:

  • Timburáferð
  • Múráferð
  • Gifsáferð
  • Hömruð áferð
  • Listræn (artistic) áferð
Munstursteypa frá BM Vallá

Gluggalausnir fyrir íslenskt veðurfar

BM Vallá er með umboð fyrir FP Gruppen gluggalausnir sem hafa reynst afar vel hér á landi síðustu þrjá áratugi. Gluggarnir eru dönsk gæðavara og slagregnsprófuð fyrir íslenskar aðstæður.

Gluggarnir þurfa lítið viðhald, auðvelt að setja upp og henta fullkomlega með einingahúsunum. Hægt er að velja um álglugga eða blöndu af tré- og álgluggum.

Hafðu samband við söluráðgjafa til að fá nánari upplýsingar um gluggalausnir.

Fyrirspurn og ráðgjöf

Við höfum tekið saman algengar spurningar og svör sem snúa að steyptum húseiningum og ferlinu við að byggja slík hús. En ef þú vilt heldur heyra í okkur eða vantar ráðgjöf varðandi hönnunarforsendur þá er þér velkomið að hafa samband við okkur.

Hjá okkur starfar samhentur hópur hönnuða og byggingaverkfræðinga með áratugareynslu af gerð einingahúsa og geta leiðbeint þér um næstu skref.

Algengar spurningar og svör

Hvað kostar einingahús?
Hver er afhendingartíminn?
Hvað er innifalið í verði?
Hvaða gögn þarf ég að senda ykkur til að fá tilboð?
Hvað tekur langan tíma að fá tilboð?