STO MÚRKERFI

Múrkerfi sem standast íslenskt veðurálag
Byggingar á Íslandi verða fyrir miklu veðurálagi og verða útveggir að þola vind, snjó, regn og miklar hitabreytingar. Til að tryggja endingu og lengri líftíma er mikilvægt að huga vel að veður- og rakavörnum, sérstaklega á viðkvæmum stöðum eins og meðfram gluggum, hurðum, þakköntum, svölum, sökkli, milli ólíkra klæðninga og við loftrásir.
Veður- og rakavarnir verja bygginguna, stuðla að orkusparnaði og bæta hljóðvist með því að draga úr utanaðkomandi hávaða.
Rakavarnir þar sem mest reynir á
Múrkerfi þarf að uppfylla veður-, hljóð-, bruna- og álagskröfur byggingarinnar. Þá þarf einnig að taka tillit til byggingarefna sem múrkerfið er sett á eða tengist, og huga að útliti svo það samræmist hönnun og heildaryfirbragði mannvirkisins.
Hagkvæmt og fagurfræðilegt val
BM Vallá býður fjölbreytt úrval múrkerfa frá Sto sem henta ólíkum mannvirkjum og byggingarstílum. Kerfin fást í mörgum útfærslum með fjölbreyttum eiginleikum, litum og áferðum sem gefur hönnuðum og arkitektum frelsi til að ná fram réttri ásýnd.

Múrkerfi með einangrun | StoTherm
Einangrun í StoTherm kerfunum eru límd, eða límd og dýfluð, á útveggi. Þau eru einföld í uppsetningu (að því gefnu að uppsetningaraðilar hafi hlotið þjálfun og hönnunargögn liggi fyrir). Kerfin sameina veðurvörn, einangrun og góða orkunýtingu. StoTherm kerfin bjóða upp á fjölbreytta möguleika í litum og áferðum sem gefa byggingum fallegt útlit og góða vörn.
StoTherm Vario
Vario er algengasta StoTherm múrkerfið, með hvítri EPS-einangrun (min. 24 kg/m³) sem hentar á margvíslegt undirlag. Kerfið er með með mikið veðurþol og er vatnsgufugegndræp ásamt því að veita mikla mótstöðu gegn örverum.
StoTherm VarioD
VarioD múrkerfið er með afar gott einangrunargildi, tregbrennandi og vatnsræsandi EPS einangrun. Einangrunin í Vario D kerfinu er Sto Inno-Drain sem er framleidd af Sto og fæst í mörgum þykktum.
Loftuð múrkerfi | StoVentec
StoVentec er loftað múrkerfi (tveggja þrepa) sem hentar bæði fyrir nýbyggingar og byggingar sem eru í viðhaldsverkefnum eða uppfærslu. Kerfið tryggir að veggurinn og einangrunin séu varin gegn raka og öðrum álagsþáttum. Þetta næst með loftrás (loftbili) sem er staðsett milli einangrunarlagsins og Ventec-plötunnar. Loftrásin gerir byggingunni kleift að losa sig við raka og vatn sem mögulega kemst inn fyrir veðurkápu og inn í rásina.
Stöðug loftun milli einangrunar og múrklæðningar (platna og pússningar) er lykilatriði í loftræstum klæðningum. Í StoVentec-kerfinu er lögð sérstök áhersla á að tryggja loftflæði (trekk) í rásinni, sem dregur úr rakamyndun og stuðlar að heilnæmari byggingu og betri innivist. Uppsetning Sto-Ventec kerfanna er minna háð veðri en önnur múrkerfi, en undirkerfi og múrplötu er hægt að vinna óháð hitastigi og úrkomu.


Pússningakerfi | StoNordic
StoNordic pússningakerfin henta sérlega vel fyrir viðhaldsverkefni, eldri byggingar og veggi þar sem mikið er um fúgur. Kerfin eru vatnsfráhrindandi, gufuopin, með mjög góða viðloðun og langan endingartíma.
Líkt og í StoTherm og StoVentec kerfunum býðst fjölbreytt úrval af útlits- og frágangsmöguleikum í StoNordic.
Þetta eru frábærir valkostir þegar óskað er eftir endingargóðri og stílhreinni lausn fyrir útveggi bygginga – sem og stoð- og garðveggi.
Fjölbreyttir hönnunarmöguleikar
StoVentec- og StoTherm-múrkerfin opna dyrnar að fjölbreyttum möguleikum þegar kemur að hönnun og ásýnd bygginga. Hvort sem leitað er að hefðbundnu eða nútímalegu útliti bjóða þessi kerfi upp á yfirborðsefni sem henta flestum stílum og kröfum. Þar á meðal:
- Mikið úrval litamöguleika
- Áferðarmúr (margir grófleikar og mismunandi áferðir)
- Múrsteinsþynnur
- Glerpanelar og glermósaík
- Skrautlistar (Sto Deco)
- Náttúrusteinn
- Múrkerfismálning


Sto á Íslandi
BM Vallá er stoltur umboðsaðili Sto á Íslandi og búa sérfræðingar fyrirtækisins yfir mikilli þekkingu og reynslu á múr- og tæknilausnum sem henta ólíkum verkefnum.
Sto er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða byggingarlausnum, s.s. múrkerfum, einangrun, yfirborðsmeðhöndlun, viðgerðarefnum, vatnsvörn fyrir steinsteypu, epoxý-/polyurethan-kerfum og málningu.
Sto hefur þróað loftuð múrkerfi í yfir 30 ár, og þau eru mjög vinsæl meðal arkitekta, byggingarráðgjafa og verktaka vegna þess hve vel þau sameina virkni og hönnunarmöguleika. Árið 2025 hafa StoVentec-kerfi verið sett upp á yfir 13 milljónum fermetra um allan heim.
Sto starfar í yfir 90 löndum og þjónustar byggingariðnaðinn um allan heim.
Nánari upplýsingar
Val á múrkerfi hefur áhrif á orkunýtingu, útlit og viðhald byggingar til framtíðar. Hvert verkefni er einstakt og krefst sérsniðinnar lausnar. Við veitum persónulega ráðgjöf um val á múrkerfum, magnútreikninga, tæknilega aðstoð og þjálfun fyrir verktaka og hönnuði
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar um múrkerfi í síma 412-5040 eða með því að senda okkur tölvupóst.

