Beint í efni
Mínar síður

STEFNUR OG VOTTANIR


Umhverfisstefna og umhverfisyfirlýsing

Umhverfisstefna tekur tillit til daglegrar starfsemi, við alla framleiðslu, við val á birgjum og þjónustuaðilum.

Mikil áhersla er lögð á að veita aðgengilegar og gagnsæjar upplýsingar um umhverfisáhrif steyptra vara í gegnum umhverfisyfirlýsingu.

Sjálfbærnistefna

Sjálfbærnistefnan er lýsandi fyrir áherslurnar í samfélagslegri ábyrgð og tekur stefnan mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við umhverfisleg-, félagsleg- og stjórnháttaviðmið.

Fimm heimsmarkmið hafa verið sett í forgang sem eru í takt við stefnumörkun fyrirtækisins, en það eru heimsmarkmiðin: Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging, Sjálfbærar borgir og samfélög, Ábyrg neysla og framleiðsla og Aðgerðir í loftslagsmálum.

Mannauðstefna

Mannauðsstefnan endurspeglar vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir á sterkri sögu.

Gæðastefna og vottanir

BM Vallá er með vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 9001:2015. Einnig eru megingerðir steypuframleiðslunnar vottaðar í samræmi við Evrópustaðal um steinsteypu ÍST EN 206:2013.

Jafnlaunastefna og jafnlaunavottun

Vinnustaðurinn er jafnlaunavottaður og með skýrri jafnlaunastefnu tryggjum við að gætt sé fyllsta jafnréttis við launaákvarðanir.

Öryggis- og heilsustefna

Starfsemin fylgir skýrri stefnu í heilsu- og öryggismálum enda teljum við að það sé ein undirstaða ábyrgrar mannauðstefnu. 

Innkaupastefna

Innkaupastefna fyrirtækisins leggur áherslu á ábyrg og hagkvæm innkaup, að þau stuðli að gagnsæi, byggi á siðferðislegum viðmiðum og styðji við gæða- og sjálfbærnistefnu félaganna.

Magnum hleðslusteinn

BM Vallá er með fagverslun í Reykjavík

Stjórnarhættir

Stjórnhátta- og hlítnireglur eru í gildi fyrir starfsfólk sem ná meðal annars til mannréttindamála, varna gegn peningaþvætti, samfélags- og umhverfisáherslna auk siðareglna starfsfólks og birgja.