Beint í efni

STEFNUR OG VOTTANIR


Umhverfisstefna og umhverfisyfirlýsing

Gerð hefur verið vistferilsgreining á báðum steypugerðum BM Vallár sem innihalda annars vegar hefðbundið sement og hins vegar umhverfisvænna sement, og vottuð umhverfisyfirlýsing EPD (Environmental Product Declaration) gefin út.

Sjálfbærnistefna

Sjálfbærnistefnan er lýsandi fyrir áherslurnar í samfélagslegri ábyrgð og tekur stefnan mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við umhverfisleg-, félagsleg- og stjórnháttaviðmið.

Fimm heimsmarkmið hafa verið sett í forgang sem eru í takt við stefnumörkun fyrirtækisins, en það eru heimsmarkmiðin: Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging, Sjálfbærar borgir og samfélög, Ábyrg neysla og framleiðsla og Aðgerðir í loftslagsmálum.

Mannauðstefna

Mannauðsstefnan endurspeglar vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir á sterkri sögu.

Gæðastefna og vottanir

Stjórnkerfi BM Vallá er gæðavottað samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 9001:2015. Megingerðir steypuframleiðslunnar eru einnig vottaðar skv. Evrópustaðli um steinsteypu ÍST EN 206:2013.

Jafnlaunastefna og jafnlaunavottun

Vinnustaðurinn er jafnlaunavottaður og með skýrri jafnlaunastefnu tryggjum við að gætt sé fyllsta jafnréttis við launaákvarðanir.

Öryggisstefna

Starfsemin fylgir skýrri stefnu í heilsu- og öryggismálum enda teljum við að það sé ein undirstaða ábyrgrar mannauðstefnu.