Beint í efni
Mínar síður

VISTVÆNNI STEYPA VIRKAR


Umhverfisviðurkenningar

Tvær viðurkenningar fyrir árangur í umhverfismálum!

Við erum afar þakklát fyrir tvær viðurkenningar sem BM Vallá hlaut fyrir árangur í umhverfismálum árið 2024.

  • Umhverfisfyrirtæki ársins samkvæmt Samtökum atvinnulífsins (SA)
  • Kuðungurinn frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu


Þessar viðurkenningar eru ekki aðeins staðfesting á árangri, þær eru líka vitnisburður um skýra stefnu okkar í umhverfismálum og sjálfbærni. Við leggjum nefnilega mikla áherslu á vistvænni lausnir, eins og Berglindi, og eigum öflugt samstarf við viðskiptavini og aðra hagaðila í mannvirkjagerð. Án þess trausta samstarfs, og ekki síst fyrir ómetanlegt framlag starfsfólks okkar hefði þessi árangur ekki orðið að veruleika.

Við deilum þessum heiðri með öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að móta ábyrgari og vistvænni framtíð fyrir íslenskan byggingariðnað.

Við höfum skýra framtíðarsýn

Við stefnum á kolefnishlutleysi árið 2030 og við ætlum að verða umhverfisvænasti steypuframleiðandi landsins.

Byggingarefni bera ábyrgð á um 45% af kolefnisspori bygginga og höfum við því einbeitt okkur að því að draga úr kolefnisspori steinsteypunnar. Í gegnum vöruþróun og nýjungar höfum við meðal annars þróað Berglindi, vistvænni steypu.

Við leggjum áherslu á gagnsæi og trausta upplýsingagjöf meðal annars með vottuðum umhverfisyfirlýsingum (EPD) sem veita skýrar upplýsingar um umhverfisáhrif vara okkar.

Markvisst starf okkar í umhverfismálum hefur skilað árangri en frá árinu 2020 höfum við náð að minnka kolefnisspor algengustu steypugerða sem við framleiðum sem nemur 17%.

Berglind, vistvænni steypa

Við viljum vera hluti af lausninni, ekki vandamálinu!

Umhverfismál eru rauður þráður í allri starfsemi okkar. Við leggjum mikinn metnað í að þróa lausnir sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og styðja við sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð.

Steinsteypa er notuð í um 70% bygginga á Íslandi og samkvæmt lífsferilsgreiningu á viðmiðunarhúsi ber hún ábyrgð á um 2/3 hluta kolefnisspors byggingarefna í húsum.

Þess vegna höfum við þróað Berglindi, vistvænni steypu, sem getur dregið úr kolefnisspori steypunnar um allt að 45%*. Með því að velja Berglindi frá BM Vallá er hægt að taka markviss skref í átt að vistvænni framtíð.

Forsteyptar Smellinn húseiningar

Hönnum með hringrásarhugsun að leiðarljósi

Hluti af vöruframboði okkar eru forsteyptar Smellinn húseiningar sem framleiddar eru með vistvænna sementi þar sem hönnun leyfir. Allar húseiningarnar eru sérhannaðar og forsteyptar innanhúss við bestu mögulegu aðstæður.

Styttri byggingartími er einn helsti meginkostur einingahúsa þar sem þau rísa almennt hraðar en staðsteyptar byggingar. Það þýðir að hægt er að ná fram lægri byggingarkostnaði, minni óvissu, tímaáætlanir standast betur, ásamt því að óhagstætt veðurfar hefur minni áhrif á framkvæmdahraðann.

Húseiningarnar gera það jafnframt kleift að hanna húsnæði sem hægt er að taka aftur niður og setja upp á nýjum stað, svokölluð hringrásarhús. Við erum sjálf að reisa slíkt húsnæði, sem er sérstaklega hannað með það að markmiði að flytja það síðar á framtíðarstaðsetningu. Með þessari nálgun drögum við úr sóun, lágmörkum kolefnisspor framkvæmda og nýtum náttúruauðlindir á skynsaman og endurnýtanlegan hátt.

Múr- og flotblöndur

Vörur í takt við umhverfisstaðla

Allar múr- og flotblöndur sem BM Vallá framleiðir uppfylla skilyrði Svansins og BREEAM og henta því vel í nýbyggingar og endurbætur húsa sem sækjast eftir umhverfisvottun.

Við leggjum ríka áherslu á gagnsæi og ábyrgð í gegnum umhverfisyfirlýsingar (EPD), sem ná til 61% allra múr- og flotblanda í framleiðslu.

Samstarf við Grænni verktaka styður markmið okkar um aukna endurnýtingu. Plast sem fellur til í starfseminni er skilað til Pure North, sem sér um að endurvinna það með það að markmiði að hámarka nýtingu hráefna og draga úr umhverfisáhrifum.

Helsti árangur í umhverfismálum

Mælanlegur árangur í átt að vistvænni framtíð

Að draga úr sementsnotkun og gera steypugerðir vistvænni er eitt af okkar helstu forgangsverkefnum. Frá árinu 2020 höfum við minnkað kolefnisspor algengustu steypugerða (C25 og C30) um 17%* sem samsvarar losun á 2.274 tonnum af CO₂.

Það er einnig athyglisvert að BM Vallá hefur, síðan 2020, náð að minnka losun í steypuframleiðslu um 27%** miðað við staðla byggingarreglugerðar fyrir steypu sem sýnir greinilega hversu mikil áhrif það hefur að nota vistvænni steypu.

Á árinni 2024 innleiddum við efnastýringarkerfi sem veitir yfirsýn yfir hættumerkingar allra efna í notkun. Kerfið notar „umferðarljós“ til að meta hversu skaðleg efni eru fyrir umhverfi og heilsu, með það að markmiði að draga úr notkun skaðlegra efna og styðja við öruggari vinnuaðstöðu.

Þá hefur bætt flokkun í úrgangsmálum frá starfseminni skilað sér í 94% endurvinnsluhlutfalli sem er mikilvægur liður í hringrásarhugsun og ábyrgri auðlindanýtingu.

*M.v. hvern framleiddan M3 af steypugerðunum C25 og C30
** M.v. viðmið byggingarreglugerðar

Samstarf skiptir sköpum

Loftslagsverkefni byggingariðnaðarins krefst samstöðu

Til að draga varanlega og markvisst úr kolefnisspori byggingariðnaðarins þurfa allir hagaðilar að taka höndum saman og vinna að sameiginlegri framtíðarsýn. Þetta er brýnt loftslagsverkefni sem krefst samvinnu á öllum stigum þar sem árleg losun bygginga á Íslandi nemur um 360.000 tonnum CO₂

Þegar byggingarefni bera ábyrgð á allt að 45% af kolefnisspori mannvirkja, er ljóst að steypan gegnir lykilhlutverki í að draga úr losun. Þess vegna skiptir máli að velja vistvænni steypulausnir og gera það í samstarfi.

Samvinna og vilji til breytinga eru forsenda árangurs. BM Vallá hefur átt farsælt samstarf við verkkaupa sem deila sömu framtíðarsýn: að stuðla að sjálfbærni og vistvænni mannvirkjagerð með markvissum aðgerðum og nýsköpun.

Hafðu samband. Saman byggjum við vistvænni framtíð!

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um lausnir okkar á sviði vistvænnar mannvirkjagerðar, þá er þér velkomið að hafa samband.

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Síminn okkar er 412-5050 eða 412-5000.