Beint í efni

FLOT Á GÓLF


Flot á gólf frá BM Vallá

Gólfflot sem er leyft fyrir byggingar í umhverfisvottun

Flotblöndur frá BM Vallá eru framleiddar hér á landi og taka mið af ströngum gæðakröfum og viðmiðum varðandi endingu, þjálni og þægindum við að lagningu. Flotið er þurrblanda og þarf því aðeins að bæta í blönduna réttu magni af vatni.

Allt gólfflot frá BM Vallá má nota fyrir Svansvottuð hús og byggingar sem eru í umhverfisvottun. Öll framleiðsla fyrirtækisins er gæðavottuð samkvæmt ISO 9001 staðlinum.

Flot fyrir stærri sem smærri verkefni

BM Vallá framleiðir þrjár tegundir af flotblöndum sem henta fyrir mismunandi gólffleti og notkun. Hægt er að fá flotið afhent í sílóum með dælubíl fyrir stærri verkefni eða í 25 kg pokum fyrir smærri verkefni.

Gæðaeftirlit á verkstað

Mikil áhersla lögð á gæðaprófanir, rannsóknir og eftirfylgni á verkstað. Þar af leiðandi fylgir fulltrúi frá BM Vallá allri flotdælingu eftir á verkstað, tekur prófanir, skrásetur og fylgist með hitastigi, þrýstings- og vatnsstyrk.

Allar mælingar eru skrásettar í gæðakerfi BM Vallá og er því rekjanleiki á framkvæmdinni til staðar ef á þarf að halda.

Tegundir flota

Flotin frá BM Vallá eru sérhönnuð fyrir ólíkar aðstæður og notkun. Flotin koma í þremur mismunandi tegundum þar sem hvert um sig er með sína sérstöðu og eiginleika. Einnig er boðið upp á innflutt flot frá þýska framleiðandanum Sto.

Flot á gólf frá BM Vallá

Gólfflot 3-15 | Þunnflot

Helstu eiginleikar
Gólfflot 3-15 er fín flotblanda ætluð til afréttingar á gólfflötum frá 3 mm til 15 mm þykkt (þunn-fleyting) og hentar því vel til að jafna áferð á láréttum flötum undir yfirborðsefni.

Notkunarsvið
Flotið hentar vel undir parket, flísar, dúka, málningu og lökk. Þá er hægt að nota það í húsnæði fyrir léttan iðnað.
Gólfflot 3-15 má eingöngu nota til innanhúsnota.

Þurrkunartími
Blandan er hraðharðnandi, en vinnslutími er um 20 – 30 mínútur.

Afhending
Hægt er að fá gólfflot 3-15 afhent í sílóum, sem hvert tekur um 20 tonn, og henta því vel fyrir stærri framkvæmdir.  Afhendingartími er að jafnaði stuttur, en tekur mið af verkefnastöðu hverju sinni.

Hægt er að kaupa 25 kg poka í vefverslun, Múrverslun BM Vallár og í helstu byggingarvöruverslunum um land allt.

Gólfflot 5-50 | Milligróft flot

Helstu eiginleikar
Gólfflot 5-50 er sementsbundin fjölliðublönduð flotblanda sem er ætluð til afréttingar á gólfum frá 5 mm til 50 mm þykkt.

Notkunarsvið
Flotið hentar sérstaklega vel fyrir parket, flísar, dúka og málningu. Einnig er hægt að nota það í iðnaðarhúsnæði þar sem létt álag er á gólfi.
Gólfflot 5-50 má eingöngu nota til innanhúsnota.

Þurrkunartími
Blandan er hraðharðnandi, en vinnslutími er um 20 – 25 mínútur.

Afhending
Hægt er að fá Gólfflot 5-50 afhent í sílóum, sem hvert tekur um 20 tonn, og henta því vel fyrir stærri framkvæmdir. Afhendingartími er að jafnaði stuttur, en tekur mið af verkefnastöðu hverju sinni.

Hægt er að kaupa 25 kg poka í vefverslun, Múrverslun BM Vallár og í helstu byggingavöruverslunum um land allt.

Flotmúr 20-70T | Gróft flot

Helstu eiginleikar
Flotmúr 20-70T er sementsbundið flot sem er sérstaklega ætlað ofan á gólffhitakerfi með einangrun. Það hentar því vel þegar fleyta á múrlag sem er allt að 7 cm þykkt.

Notkunarsvið
Flotmúr 20-70T er gróf blanda sem er ætluð til að gera þykkari múrlög á lárétta fleti með 20 til 70 mm þykktarsviði. Flotið hentar því vel á ójafnt undirlag, en til að ná sléttri áferð þarf einnig að þunnfleyta yfir gólfflötinn, t.d. með Gólffloti 3-15.

Þurrkunartími
Blandan er hraðharðnandi, en vinnslutími er um 20 mínútur.

Afhending
Flotmúr er sérpöntunarvara fyrir afhendingu í sílóum og afhendingarmöguleikar eru breytilegir.

Hægt er að fá flotmúr í 25 kg poka í vefverslun, Múrverslun BM Vallár og í helstu byggingarvöruverslunum

Nánari upplýsingar

Vantar þig nánari upplýsingar um gæðamál, afhendingarfyrirkomulag, verðupplýsingar eða ráðleggingar um val á floti? Það er velkomið að heyra í sölu- og tækniráðgjöfum okkar í síma 412-5040 eða með því að senda þeim tölvupóst.


Psstt.. vissirðu að það er alltaf morgunkaffi í verslunum okkar á föstudögum! Við viljum endilega sjá þig og skála við þig í kaffi og kruðerí.

Skoðaðu vöruúrvalið í vefverslun