HELLUR, HLEÐSLU- OG STOÐVEGGIR

Hellur sem fegra umhverfið og standast tímans tönn
Ertu að fara að helluleggja bílaplan, fegra garðinn eða taka til hendinni á útisvæði? Hellur, hleðslu- og stoðveggir ásamt kantsteinum frá BM Vallá eru hannaðar fyrir íslenskar aðstæður og eru í senn falleg og endingargóð lausn fyrir bæði heimili og fyrirtæki.
Ef þú vilt aðstoð við að skipuleggja verkið þá bjóðum við upp á landslagsráðgjöf, frítt teikniforrit, rafrænan bækling og reiknivélar til að hjálpa þér að skipuleggja verkið og fá innblástur. Einnig er ávallt hægt að kíkja í heimsókn til okkar, skoða vörurnar og fá aðstoð frá söluráðgjöfum.

Áratuga reynsla, gæði og vottun
BM Vallá hefur í yfir fjóra áratugi sérhæft sig í framleiðslu á hellum, kantsteinum og hleðslum. Framleiðslan byggir á ISO 9001 gæðavottuðu stjórnkerfi síðan 1996 og leggjum við ríka áherslu á endingu og gæði sem standast íslenskar aðstæður.
Hellurnar eru framleiddar að mestu úr íslensku hráefni: steinefnum, vatni og sementi sem tryggir styrk og áreiðanleika í krefjandi veðurfari.
Sjáðu planið fyrir þér
Með teikniforritinu okkar getur þú hannað innkeyrsluna þína á einfaldan hátt. Settu inn mynd af svæðinu og prófaðu mismunandi hellur, hleðsluveggi og sorptunnuskýli til að sjá hvað passar best.
Þannig færðu raunsæja og betri tilfinningu fyrir útliti og skipulagi áður en framkvæmdir hefjast.


6 cm: fyrir bílaplön og létta umferð
8 cm: fyrir þyngri umferð
Val á hellum
Hellurnar frá BM Vallá eru að jafnaði 6 cm þykkar, sem hentar vel fyrir flest svæði eins og innkeyrslur, bílaplön og svæði með létta umferð. Fyrir svæði sem þurfa að þola þyngri ökutæki eða mikið umferðarálag, bjóðum við einnig upp á sérstyrktar 8 cm hellur sem standast meiri þyngd og álag. Við val á hellum er því mikilvægt að huga að notkun svæðisins.
- Fyrir innkeyrslur ætti stærð hellna ekki að fara yfir 30x30 cm – nema þær séu í 8 cm þykkt.
- Fyrir göngustíga, verandir og önnur sambærileg svæði má með góðu móti nota fjölbreyttari stærðir og gerðir hellna.
Val á álagsflokkum
Hellur skiptast í fjóra álagsflokka, frá I til IV, eftir því hversu miklu álagi og umferð svæðið þarf að þola. Því meiri þyngd eða bílaumferð er á svæðinu, því hærri álagsflokk þarf að velja.
Skoðaðu myndina hér til hliðar fyrir álagsflokka og notkunarsvæði.


Landslagsráðgjöf
Viltu fá ráðgjöf frá landslagsarkitekt við að útfæra hugmyndir um framkvæmdir við lóðina, garðinn eða innkeyrsluna? Við bjóðum upp á 45 mínútna ráðgjöf þar sem eitt svæði við húsnæðið er hannað (allt að 200 fm).
Eftir landslagsráðgjöfina færðu senda þrívíða útlitsmynd af hönnuninni og verðtilboð.
Flettu og fáðu innblástur
Fáðu innblástur og hugmyndir úr vörulínu okkar í rafræna bæklingnum, Umhverfi & garður.
Þar finnur þú hagnýtar hugmyndir og fallegar lausnir til að skipuleggja þinn eigin draumareit – allt á einum stað.

Skoðaðu hellurnar í vefverslun
Viltu reikna út hvað þú þarft mikið af hellum á innkeyrsluna?
Skoðaðu þær hellur sem henta vel í innkeyrsluna og bílastæði.
Fegraðu garðinn eða útisvæðið með hleðslu- og stoðveggjum.
Skoðaðu myndir af vel völdum verkefnum og fáðu innblástur.

Vantar þig aðstoð?
Við viljum endilega heyra í þér ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað þig með varðandi val á hellum eða hleðslusteinum.
Ekki hika við að hafa samband eða hringja í okkur í síma 412-5050. Einnig erum við með netspjall á vefnum alla virka daga frá 8-17.