Beint í efni

LAUS STÖRF


Starfstækifæri hjá BM Vallá

Við leggjum mikinn metnað í að skapa gott vinnuumhverfi fyrir starfsfólk okkar og stuðla að góðri vinnustaðamenningu. Starfsfólk fyrirtækisins og móðurfélagsins, Eignarhaldsfélaginu Hornsteini, eru hátt í 200 talsins og eru á breiðu aldursbili, enda er lögð mikil áhersla á að allir hafi jöfn tækifæri óháð aldri. Mikil fjölmenning er í starfsmannahópnum en rúmlega 50% starfsfólks er af erlendu bergi brotið.

Sökum sérhæfðrar starfsemi fyrirtækisins er flest starfsfólk með menntun sem starfið krefst, hvort sem er á sviði iðn-, tækni- eða háskólamenntunar eða tengt vinnuvélaréttindum og meiraprófs. Metnaður er lagður í að viðhalda þeirri miklu þekkingu og reynslu sem býr hjá starfsfólki og yfirfærslu þekkingar.

Við erum alltaf með augun opin fyrir hæfileikaríku fólki sem vill starfa með okkur að því að gera mannvirkjagerð á Íslandi umhverfisvænni. Ef þú vilt slást í hópinn hvetjum við þig til að senda inn starfsumsókn. Öll laus störf eru auglýst á starfasíðu Alfreðs en einnig er hægt að senda okkur almenna umsókn.

Viltu fræðast um vinnustaðinn?

Á vinnustaðasíðu Hornsteins, móðurfélagsins, höfum við tekið saman upplýsingar um vinnustaðinn, áherslurnar tengt fræðslu, starfsþróun og annan fróðleik.

Mannauðsstefna og jafnlaunavottun

Við leggjum ríka áherslu faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis og við viljum gera starfsfólki okkar kleift að samhæfa vinnu og fjölskylduábyrgð. BM Vallá er með jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 til að stuðla að jöfnum launum og kjörum fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.