Beint í efni
Mínar síður

VIÐSKIPTASKILMÁLAR


Almennir viðskiptaskilmálar | BM Vallá

1. Gildissvið skilmálanna

1.1. Skilmálar þessir gilda um öll vöru- og þjónustuviðskipti við BM Vallá ehf., kt. 450510-0680 („BM Vallá“ eða „félagið“).

Lesa meira

2.    Samningur aðila, pantanir og tilboð

2.1. Samningur telst kominn á milli BM Vallá og viðskiptavinar þegar aðilar hafa undirritað vöru- eða þjónustusamning, viðskiptavinur samþykkt sérskilmála eða tilboð félagsins um vöru eða þjónustu innan gildistíma slíks tilboðs, þegar félagið hefur samþykkt pöntun viðskiptavinar, t.d. í gegnum síma eða tölvupóst. Í öllu falli telst samningur kominn á þegar viðskiptavinur hefur tekið við vöru og/eða greitt fyrir vöru eða þjónustu.

Lesa meira

3. Verð, greiðslukjör, innheimta o.fl.

Allt verð sem BM Vallá gefur upp er grunnverð nema annað sé tekið fram. Verð er ýmist gefið skv. gjaldskrá á vefsíðu eða skv. tilboði. Virðisaukaskattur er innifalinn í uppgefnu verði nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Lesa meira

4. Reikningsviðskipti, úttektarheimildir og úttektaraðilar

4.1. Reikningsviðskipti eru háð samþykki félagsins og er forsenda slíkra viðskipta sú að viðunandi tryggingar séu til staðar fyrir reikningsúttektum og að viðskiptavinur sé ekki skráður á vanskilaskrá CreditInfo. Hvað telst viðunandi trygging er undir félaginu komið hverju sinni.

Lesa meira

5. Ábyrgðarmenn

5.1. BM Vallá áskilur sér rétt til að krefjast ábyrgðar frá ábyrgðarmanni í tengslum við einstök viðskipti. Með undirritun undir ábyrgðaryfirlýsingu ábyrgjast ábyrgðarmenn skuld viðskiptavinar (aðalskuldara) sem sína eigin skuld.

Lesa meira

6. Söluverð og eignarréttarfyrirvarar

6.1. Félagið heldur eignarrétti að seldum vörum þar til andvirði þeirra hefur verið að fullu greitt. Viðskiptavinur veitir félaginu þannig söluveð í seldum vörum, sbr. lög nr. 75/1997 um samningsverð, og nær veðréttur félagsins til allra þeirra vara sem greindar eru í samningi/á reikningi þar til samningsverð/reikningur er að fullu greiddur ásamt vöxtum og kostnaði ef við á.

Lesa meira

7. Afhending vöru, áhættuskipti og flutningur

7.1. Áhætta vegna vöru flyst yfir til viðskiptavinar við afhendingu og telst vara afhent um leið og viðskiptavinur veitir vöru viðtöku. Ef vöru er ekki vitjað eða henni veitt viðtaka á réttum tíma og það má rekja til viðskiptavinar eða atvika sem hann varða flyst áhættan yfir á viðskiptavin þegar vara er honum til ráðstöfunar.

Lesa meira

8. Eiginleikar vöru

8.1. Um eiginleika vöru, og gæðastaðla sem ætlað er að tryggja þá eiginleika, fer skv. birtum upplýsingum á vefsíðu félagsins og byggingareglugerð sem í gildi er á hverjum tíma. Á vefsíðu félagsins eru birtar ítarlegar upplýsingar um eiginleika vöru og notkunarleiðbeiningar.

Lesa meira

9. Viðskipti í netverslun BM Vallár

9.1. Um viðskipti viðskiptavina sem eru neytendur í netverslun félagsins gilda sérstakar reglur í samræmi við lög nr. 16/2016 um neytendasamninga. Ákvæði þessara 9. gr. á við um slík viðskipti neytenda við félagið auk annarra ákvæði skilmála þessara, en stangist ákvæði þessarar 9. gr. á við önnur ákvæði skilmálana skulu ákvæði þessarar 9. gr. ganga framar.

Lesa meira

10. Vöruskil

10.1. Vöru fæst einungis skilað gegn framvísun reiknings og þarf varan að vera í upprunalegu
ásigkomulagi án sjáanlegra skemmda, ónotuð og í söluhæfu ástandi.

10.2. Þrátt fyrir ákvæði 10.1, fæst eftirfarandi vörum ekki skilað:
10.2.1. Vöru sem keypt er á sérstökum kjörum vegna ágalla.
10.2.2. Sérpöntunarvöru.
10.2.3. Tromluðum steinum sem afhentir eru í stórsekkjum (þ.m.t. Óðalssteinn, Torgsteinn, Óðalskantsteinn og Herragarðssteinn).
10.2.4. Vara sem komin er yfir fyrningarfrest eða svo nærri slíkum fresti að óraunhæft er að hún seljist innan fyrningarfrests.
10.2.5. Skemmd vara, afsagi og plasti (öðru en því sem tilheyrir "Grænum verktökum").
10.2.6. Múrgrunni, lakki málningu, kítti, frauði og hvers konar tilbúnum múrefnum sem ekki þarf að blanda með vökva.
10.2.7. Efnum eða efnablöndur í vökvaformi.
10.2.8. Múrvörum í áteknum umbúðum.
10.2.9. Möl og sandi sem afgreidd eru í lausu eða í stórsekkjum.
10.2.10. Vörur sem eftir eðli sínu eru sérframleiddar samkvæmt beiðni, t.d. steypa og flot.

Lesa meira

11. Ábyrgð á vöru og takmörkun ábyrgðar

11.1. Ábyrgð BM Vallá á göllum í framleiðsluvörum er takmörkuð við það að félagið afhendir nýja vöru frá verksmiðju í stað þeirrar sem verður að skipta um. Ábyrgð félagsins nemur þó aldrei hærri fjárhæð en viðskiptamaður greiddi fyrir vöruna í upphafi.

Lesa meira

12. Uppsögn

12.1 Sé ekki kveðið á um uppsagnarfrest í samningi félagsins við viðskiptavin eða sérskilmálum skal uppsagnarfrestur vera þrír mánuðir og skal uppsögn taka gildi um mánaðarmót.

Lesa meira

13. Annað

13.1. Öll vinnsla félagsins á persónuupplýsingum viðskiptavina skal vera í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Nánar er fjallað um vinnslu félagsins á persónuupplýsingum viðskiptavina í persónuverndarstefnu félagsins sem aðgengileg er á vefsíðu þess.

Lesa meira