Beint í efni
Mínar síður

UMHVERFIS- OG LOFTSLAGSMÁL


Við stefnum á kolefnishlutleysi 2030

Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Markvisst er stefnt að því að starfsemi og steypuframleiðsla BM Vallár verði kolefnishlutlaus árið 2030.

Vistvænni steypa er forgangsmálið

Markmið um kolefnishlutleysi í starfseminni kallar á markvissa vöruþróun og nýsköpun ásamt breytingum á verkferlum og metnaðarfullum mótvægisaðgerðum svo hægt verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í öllu sem við kemur framleiðslu BM Vallár.

Sementshlutinn er um 85-90% af heildarlosun CO2 í starfsemi BM Vallár og er það því forgangsmál að bjóða upp á nýjar tegundir steypu sem eru með vistvænna sementi. Nú þegar getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum upp á Berglindi, vistvænni steypu sem er með allt að 45% minna kolefnisspor.

Lesa meira

Berglind er vistvænni steypa

Hvernig ætlum við að ná markmiðinu?

Við höfum nú þegar kortlagt aðgerðir (sjá skýringarmynd neðar) sem nema um 80% af takmarkinu um kolefnishlutleysi og vinnum markvisst að því að finna lausnir á því sem upp á vantar. Við munum vinna á fimm mismunandi sviðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og nú þegar eru í notkun nýjar tegundir sements sem valda mun minni losun kolefnis. 

Lesa meira
Skýringarmynd BM Vallá um leiðina, áherslur og markmið um kolefnishlutleysi 2030.

Þverfaglegt samstarf

Við leggjum við okkur fram um að taka þátt verkefnum og samstarfi sem er ætlað að hreyfa við ákvörðunaraðilum, hönnuðum og samstarfsaðilum sem vilja gera mannvirkjagerð vistvænni. Mikil gróska og nýsköpun á sér stað í starfseminni ásamt því að unnið er að verkefnum með samstarfsaðilum í átt að vistvænni lausnum í mannvirkjagerð og hringrásarlausnum.

Lesa meira

Grænir verktakar

Grænir verktakar er samstarfsverkefni BM Vallár við verktaka sem felur í sér sameiginlega ábyrgð í endurvinnslu umbúða. Verktaki skuldbindur sig til að safna saman tómum múrpokum eftir notkun í sérmerkta sekki sem BM Vallá útvegar. BM Vallá tekur síðan við pokunum og skilar þeim til endurvinnslu.

Hafðu samband við okkur ef þú vilt vera Grænn verktaki hjá BM Vallá.

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna BM Vallár tekur tillit til daglegrar starfsemi, við alla framleiðslu, við val á birgjum og þjónustuaðilum.

BM Vallá

Árangur í umhverfismálum

Við gerum upp umhverfis- og loftslagsárangur okkar í sjálfbærniskýrslu sem kemur út árlega. Smelltu á hlekkinn til að skoða skýrslurnar og aðra bæklinga.

Múr- og flotblöndur

Allar múr- og flotblöndur sem BM Vallá framleiðir uppfylla skilyrði Svansins til að vera notaðar í byggingar eða endurbætur húsa sem stefna að umhverfisvottun.

Framleiðslan fer fram innanlands þar sem uppistaðan af hráefninu kemur úr nærumhverfinu fyrir utan sementið sem er innflutt frá Noregi.