Fyrir íslenskar aðstæður

BM Vallá hefur í yfir 70 ár gegnt forystuhlutverki í framleiðslu á steypu- og múrvörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Framleiðslan byggir á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ítrustu álagsprófanir við íslenskar aðstæður. 

Fyrirtækið var stofnað árið 1956 af Benedikt Magnússyni frá Vallá á Kjalarnesi. Forsaga þess er að Benedikt hóf sölu á steypuefni frá Vallá á Kjalarnesi árið 1946 og árið 1952 voru Álfsnesmöl hf. og Steypumöl hf. stofnuð.

Umfangsmikil starfsemi 

Starfsemi BM Vallár er fjölbreytt og starfsstöðvar víða á landinu. Við Ártúnshöfðann í Reykjavík eru höfuðstöðvar fyrirtækisins þar sem fjölbreytt starfsemi fer fram; steypustöð, helluverksmiðja, söluskrifstofur, múrverslun og lager. Einnig er múrverksmiðja í Garðabæ, söluskrifstofa á Akureyri og einingaverksmiðja á Akranesi. 

Ártúnshöfði

Að Breiðhöfða 3 er Múrverslun þar sem boðið er upp á úrval múrvara, múrblanda og efni í tengslum við múr. Fagaðilar og almenningur eru ávallt velkomnir til okkar og eru góðu ráðin hluti af múrblöndunni. 

Á söluskrifstofu að Breiðhöfða 3 okkar hittir þú ráðgjafa okkar sem ráðleggja um val á hellum, hleðslum og múrsteinum til að fegra garðinn, planið og umhverfið. 

Að Bíldshöfða 7 er steypustöð sem hefur yfir að ráða stórum steypubílaflota og steypudælum sem þjónusta stór-höfuðborgarsvæðið. Þar er einnig helluverksmiðja, smáeiningaframleiðsla, verkstæði, tækni- og gæðadeild ásamt rannsóknarstofu þar sem umfangsmiklar gæðarannsóknir fara fram.

Fornilundur er græna perlan okkar og sýningarsvæði.

Sjá starfsstöðvar og söluskrifstofur

Aðrir staðir

Í Garðabæ er rannsóknarstofa og múrverksmiðja sem sér um framleiðslu á múrvörum fyrirtækisins.

Á Akranesi er einingaverksmiðjan Smellinn sem framleiðir forsteyptar húseiningar ásamt því að þar er steypustöð. Þar er einnig söluskrifstofa.

Á Akureyri starfrækir BM Vallá söluskrifstofur að Sjafnargötu 3.

Á Reyðarfirði er steypustöð, vöruafgreiðsla og þar fást ýmsar múrvörur.

Umhverfismál í brennidepli

Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Markvisst er stefnt að því að starfsemi og steypuframleiðsla BM Vallár verði kolefnishlutlaus árið 2030.

Hlutverk BM Vallár er að bjóða upp á traust, endingargott og umhverfisvænna byggingarefni fyrir mannvirkjagerð. Reynslumikið starfsfólk veitir ráðgjöf um lausnir sem miða að því að styðja viðskiptavini til að byggja með umhverfisvænum hætti og draga þannig úr neikvæðum loftslagsáhrifum. BM Vallá hefur lokið vistferilsgreiningu á steypugerðum, fyrst íslenskra steypuframleiðenda, og fengið vottaða umhverfisyfirlýsingu EPD (Environmental Product Declaration) þess efnis.

Sjá umhverfistefnu

Eini gæðavottaði steypuframleiðandi landsins

BM Vallá er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2021 en framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að starfsemin er stöðug, byggir á sterkum stoðum og eflir hag allra. Þá er starfsemin jafnlaunavottuð skv. ÍST 85:2012 og stjórnkerfi fyrirtækisins gæðavottað samkvæmt ISO 9001 og er BM Vallá eini steypuframleiðandinn á Íslandi með þá vottun. Unnið er að innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001 og öryggisstjórnunarkerfinu ISO 45001.

BM Vallá er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins sem er til húsa að Bíldshöfða 7.

Sjá gæðastefnu