Beint í efni

JAFNLAUNASTEFNA OG JAFNLAUNAVOTTUN


Jafnlaunastefna

BM Vallá hefur sett sér það markmið að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem allir hafi jöfn tækifæri í starfi óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Til að ná því markmiði mun fyrirtækið

  • Starfa eftir vottuðu jafnlaunakerfi sem byggir á kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012
  • Framkvæma launagreiningu árlega þar sem kannað er hvort óútskýrður launamunur hafi myndast
  • Framkvæma innri úttekt á jafnlaunakerfi sem hluta af gæðastjórnunarkerfi BM Vallá
  • Bregðast við frávikum með stöðugum umbótum og eftirliti
  • Tryggja upplýsingaflæði meðal starfsfólks fyrirtækisins og halda rýni stjórnenda árlega
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta með úttekt lagalegra skuldbindinga
  • Kynna jafnlaunastefnu og jafnlaunavottun fyrir starfsfólki og við nýráðningar
  • Birta jafnlaunastefnu á innri og ytri vef fyrirtækisins

Ábyrgðaraðilar

Forstjóri móðurfélagsins (Eignarhaldsfélagið Hornsteinn) ber ábyrgð á jafnlaunakerfi fyrirtækisins. Hann ber einnig ábyrgð á stefnunni og að þeim lagalegu kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt.

Mannauðsstjóri er tilnefndur fulltrúi fyrirtækisins varðandi jafnlaunakerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

Gæðastjóri hefur umsjón með árlegum innri úttektum á jafnlaunakerfi fyrirtækisins.

Vottað jafnlaunakerfi

Jafnlaunastefna BM Vallár felur m.a. í sér að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu fyrirtækisins og er vinnustaðurinn jafnlaunavottaður skv. ÍST 85:2012.

Til að framfylgja jafnlaunastefnu er farið eftir kröfum staðalsins um stjórnun jafnlaunakerfis, skjalfestingu, viðhald og stöðugrar umbóta. Þá er unnið eftir verklagi og skilgreindum viðmiðum um ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.