BYGGJUM VISTVÆNNI FRAMTÍÐ
BM Vallá framleiðir hágæða byggingarvörur fyrir mannvirkjagerð, þ.m.t. steinsteypu, forsteyptar húseiningar, hellur og múr- og flotefni. Mikil áhersla er lögð á vistvænni steypu, sjálfbærni og hringrásarhugsun.
Framleiðslan byggir á sjötíu ára reynslu, þekkingu og gæðum sem standast ströngustu kröfur við íslenskar aðstæður. BM Vallá er eini íslenski steypuframleiðandinn með vottað ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi.
UMHVERFISMÁL OG KOLEFNISHLUTLEYSI
Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins.
Markvisst er stefnt að því að starfsemi og steypuframleiðsla BM Vallár verði kolefnishlutlaus árið 2030.

HELLUR OG STOÐVEGGIR

MÚR- OG FLOTBLÖNDUR

SMELLINN HÚSEININGAR
FORSTEYPTAR HÚSEININGAR
Smellinn húseiningar eru hagkvæmur valkostur fyrir fólk sem hugar að byggingaframkvæmdum. Allar húseiningarnar eru sérhannaðar og forsteyptar innanhúss við bestu mögulegu aðstæður.
Styttri byggingartími er einn helsti meginkostur einingahúsa þar sem þau rísa almennt hraðar en staðsteyptar byggingar. Það getur skilað sér í lægri byggingarkostnaði og minni óvissu.

KÍKTU TIL OKKAR
Verið velkomin í múr- og fagverslanir okkar í Reykjavík eða á Akureyri þar sem þú færð allt það helsta í múrverkið, steypuframkvæmdir, hellulagnir og finnur úrval steyptra vara til að fegra garðinn. Sérfræðingar BM Vallár veita góð ráð um vörurnar og framkvæmdirnar við húsið þitt.
Einnig erum við með söluskrifstofur og sýningarsvæði með hellum og garðeiningum á Breiðhöfða 3.
Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST
Allt það markverðasta úr starfseminni, fréttir og fróðleikur sem við höfum tekið saman fyrir viðskiptavini okkar og aðra áhugasama um vistvænni mannvirkjagerð.