LANDSLAGSRÁÐGJÖF FYRIR GARÐINN, PLANIÐ OG LÓÐINA

Lilja Kristín Ólafsdóttir, landslagsarkitekt, veitir góð ráð við útfærslu hugmynda um framkvæmdir við garðinn, planið og lóðina við heimilið. Ráðgjöfin tekur eingöngu mið af útfærslu á vörulínu BM Vallá og er ætlað að auðvelda fólki þegar skipuleggja þarf nýtt svæði eða betrumbæta lóðir. Útgangspunktur landslagsráðgjafarinnar tekur því mið af því hvernig hægt er að fegra og snyrta nærumhverfið og garðinn með hellum, steinum, þrepum og vörum frá BM Vallá.

Lilja Kristín hefur starfað sem landslagsarkitekt síðan 2008 og er með eigin stofu, Betula landslagsarkitektar. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði hvað varðar skipulag og hönnun og tekið þátt í ýmsum samkeppnum. Einkagarðar hafa alltaf átt sérstakan sess í hönnun hjá henni en þar reynir á að setja saman marga ólíka hluti á eina lóð sem þarf að vera falleg, virkar vel og hentar hverri fjölskyldu.

Ráðgjöfin kostar 9.900 kr. og færð þú þá upphæð til baka í formi inneignar* á efni og vörum frá BM Vallá. Þú bókar ráðgjöf neðar á síðunni.

Landslagsráðgjöfin fer fram með eftirfarandi hætti

 • 45 mínútna viðtal við landslagsarkitekt í lysthúsinu í Fornalundi að Breiðhöfða 3 eða í gegnum Teams.
 • Hugmyndir um útfærslu að garðinum eða planinu eru mótaðar í sameiningu við viðskiptavin.
 • Eftir 5-10 virka daga frá því að ráðgjöf fer fram færð þú þrívíða útlitsmynd af hönnuninni, efnalisti, magntölur og verðtilboð í efnið. Gögnin sem þú færð taka mið af heildarhönnun svæðisins, en eru ekki formlegar framkvæmdateikningar. 

Til að landslagsráðgjöfin nýtist sem best er mikilvægt að undirbúa sig.

 • Skoðaðu vel bæklinginn okkar um vöruúrval og mótaðu þér skoðun á því efni sem þér finnst koma til greina í garðinum þínum. Einnig er velkomið að koma í heimsókn til okkar að Breiðhöfða 3, labba um í Fornalundi, og skoða vöruúrvalið.

Gögn sem þú þarft að senda okkur áður en ráðgjöf fer fram

 1. Nýjustu byggingarnefndarteikningar af húsinu, með grunnteikningu í kvarða 1:100 og lóðamörkum. Í mörgum tilfellum er hægt að nálgast þessi gögn á kortavef viðkomandi bæjarfélagsins.
 2. Ljósmyndir sem sýna vel svæðið (hús og lóð) sem á að hanna
 3. Láttu fylgja með upplýsingar um þínar áherslur, t.d. hvað vörur þú horfir helst í, hvað það er sem þarf að gera og þær hugmyndir sem þú hefur
 4. Þegar þú ert búin(n) að bóka tíma í ráðgjöf færðu sendan tölvupóst frá okkur og við köllum eftir ofangreindum gögnum. Einnig getur þú sent okkur tölvupóst.

Fyrir hvern er landslagsráðgjöf BM Vallá?

Fyrir þá sem ætla að taka til hendinni við lóðaframkvæmdir og fegra til í nærumhverfinu við heimilið sitt.

 • Eigendur einbýlis-, rað- og parhúsa.
 • Húsfélög í fjölbýlishúsum.
 • Fyrirtæki og stofnanir sem vilja fegra til við húsnæðið.

TÍMABÓKANIR Landslagsráðgjöfin fer fram á mánudögum og miðvikudögum og getur þú bókað tíma sem þér hentar. Til að bóka tíma smellir þú á neðangreindan reit og velur þann tíma sem hentar þér. Við hlökkum til að heyra frá þér.

*Inneign fylgir kennitölu greiðanda ráðgjafarinnar og er ekki hægt að færa hana á annan aðila.