Landslagsráðgjöf
Lilja Kristín Ólafsdóttir, landslagsarkitekt, veitir góð ráð við útfærslu hugmynda um framkvæmdir við lóðina, garðinn eða innkeyrsluna við heimilið. Ráðgjöfin tekur mið af útfærslu á vörulínu BM Vallár og er ætlað að auðvelda fólki þegar skipuleggja þarf nýtt svæði eða betrumbæta lóðir. Útgangspunktur landslagsráðgjafarinnar tekur mið af því hvernig hægt er að fegra og snyrta nærumhverfið með hellum, steinum, þrepum og vörum frá BM Vallá.
Hægt er að velja milli tveggja mismunandi leiða í landslagsráðgjöf, en einnig er hægt að hanna eigin innkeyrslu með nýju teikniforriti BM Vallár, sem er einfalt vefkerfi og öllum að kostnaðarlausu.
1) Landslagsráðgjöf fyrir eitt svæði
Landslagsráðgjöf | Aðkoma að húsi EÐA baklóð | Gögn og 3D | 45 mínútur | Verð: 19.900 kr*.
Landslagsráðgjöf fyrir innkeyrslu/aðkomu að húsi EÐA baklóð. Landslagsarkitekt hannar eitt svæði við húsið (aðkomu eða baklóð) og útbýr þrívíða útlitsmynd af hönnuninni, efnislista og magntölum ásamt verðtilboði.
2) Landslagshönnun heildarlausn
Landslagshönnun | Heildarlausn fyrir alla lóð | Gögn, 3D og hæðarsetningar | 60 mínútur | Verð: skv. tilboði
Landslagshönnun fyrir þá sem vilja láta teikna upp lóð/garð ásamt innkeyrslu. Um er að ræða heildarlausn fyrir alla lóðina við húsnæðið ásamt skilagögnum í formi þrívíðra útlitsmynda, efnislista og magntölur. Landslagshönnun hentar þeim sem vilja láta teikna upp nýja lóð, þ.m.t. aðkomu að húsi og garðinn sjálfan.
3) Teikniforrit fyrir innkeyrslu
Teikniforrit fyrir innkeyrslu | Hugmyndatillögur | Hægt að hlaða inn eigin mynd | Verð: Frítt