Beint í efni

UMHVERFISYFIRLÝSING VÖRU (EPD)


Umhverfisyfirlýsing

BM Vallá hefur gert vistferilsgreiningu á báðum steypugerðum sínum sem innihalda sitthvora sementstegundina, hefðbundið sement og umhverfisvænna sement, og fengið vottaða umhverfisyfirlýsingu EPD (Environmental Product Declaration) þess efnis.

Fyrir hefðbundið sement var valin steypuuppskrift í styrkleikaflokknum C30/37 og fyrir umhverfisvænna sementið var valinn styrkleikaflokkurinn C25/30 ætlaður til innanhúsnota.

Vottunin er gefin út EPD-Norge sem er óháður þriðji aðili.

Þá eru megingerðir steinsteypunnar vottaðar samkvæmt Evrópustaðlinum ÍST EN 206:2013. 

Með umhverfisyfirlýsingu er mögulegt að sjá hver umhverfisáhrifin eru af vörunni, þar með talið sjálft kolefnissporið, skilgreint fyrir einn rúmmeter af steinsteypu. Báðar þessar umhverfisyfirlýsingar eru svokallaðar Cradle-to-gate, sem nær yfir öflun og vinnslu hráefna, flutningi á hráefni, framleiðslu á vörunni og flutning á verkstað.

Áhugavert efni

Upplýsingabæklingur Grænni byggðar um Umhverfisyfirlýsingu vöru.