Umhverfislýsing vöru – EPD

Umhverfisyfirlýsing vöru er íslenska þýðingin á ,,Environmental Product Declaration” eða EPD. Umhverfisyfirlýsing vöru er skjal sem gefur staðfestar upplýsingar um umhverfisáhrif yfir vistferil (líftíma) vörunnar. Yfirlýsingin er staðfest af þriðja aðila sem gerir óháða úttekt á greiningunni. Slík yfirlýsing er að mörgu leiti lík innihaldslýsingum á matvöru, en í stað upplýsinga um næringargildi eru þar upplýsingar um umhverfisáhrif vöru.

Í nútíma samfélagi verður krafa um gagnsæi í samfélaginu ávalt háværari. EPD hjálpar til við að byggja upp gagnsæi og eykur traust á því að umhverfisyfirlýsingar frá framleiðenda séu réttar. Myndbandið hér að neðan útskýrir vel hvað felst í umhverfisyfirlýsing vöru (EPD). Hér má finna upplýsingabækling um Umhverfisyfirlýsingu vöru.

Fyrsta íslenska Umhverfisyfirlýsing vöru er komin út fyrir Steinull, greiningin er unnin af EFLU, staðfest af SINTEF byggforsk í Osló og gefin út af EPD-Norge, www.epd-norge.no.

Upplýsingar fengnar hjá Grænni Byggð.

Ready mix concrete 25 ECO indoor
Ready mix concrete C30/C37 outdoor