Beint í efni

SUMAR- OG HEILSÁRSBÚSTAÐIR


Skapaðu sælureit í sveitinni

Marga dreymir um að eignast sinn eigin sælureit í sveitinni og byggja með sumarbústað eða heilsárshús. Sælureiturinn þarf að taka mið af þörfum fjölskyldunnar og passa jafnframt vel inn í umhverfið. Með því að velja forsteyptar húseiningar frá Smellinn sem byggingarefni fyrir sumarbústaðinn eyðir þú minni tíma í byggingu sumarbústaðsins og framkvæmdir á verkstað og getur fyrr farið að njóta. Það þarf þó að hafa í huga að aðstæður til flutninga húseininga á hverjum stað eru mismunandi, m.t.t. krana og flutningstækja á lóð.

Auðvelt að stækka bústaðinn

Sveigjanleiki húseininganna gerir að verkum að auðvelt er að bæta við herbergjum eftir á og stækka þannig rýmið. Framkvæmdir eru fljótlegri með forsteyptum húseiningum, tímaáætlanir standast frekar og það getur hæglega lækkað fjármagnskostnað.

Viðhaldslítil völun og munstursteypa

Forsteyptu einingarnar frá BM Vallá eru þekktar fyrir mikið úrval viðhaldslítillar völunar (7 cm þykk veðurkápa) á ytra byrði hússins sem fæst í nokkrum litum. Einnig er hægt að steypa einingar með munsturáferð í margskonar gerðum og áferðum. Framleiðandi munsturdúks er framleiðandinn Noe og þar má sjá vöruframboðið.

Húseiningarnar henta líka fyrir húsgerðir sem á að klæða með áli eða stálklæðningum, timbri, flísum eða öðru efni.

Myndagallerí

Hér má sjá nokkur heilsárshús sem hafa verið byggð með Smellinn húseiningum. Líkt og sjá má er hægt að fara margar leiðir í hönnun og ásýnd húsanna. Möguleikarnir eru nær endalausir.

Hver eru næstu skref?

Við höfum tekið saman algengar spurningar og svör við ýmsu er tengist ferlinu að byggja einingahús með Smellinn húseiningum.

Næst í ferlinu er að kalla eftir tilboði í framleiðslu einingahússins með því að senda okkur teikningar. Þá fyrst getur vinnan hafist við verkefnið. Þér er einnig velkomið að heyra beint í söludeildinni okkar í síma 412 5050 ef þú vilt fá nánari upplýsingar.