Falleg bogadregin tveggja tunnu sorptunnuskýli sem hafa verið framleidd hjá BM Vallá í tugi ára og þurfa lítið viðhald. Mælt er með að setja hurðir framan á skýlin, en hægt er að nota þau án hurðar. Skýlin á að leggja á frostfrían jarðveg með steyptu eða hellulögðu undirlagi. Hurðir eru framleiddar hjá BM Vallá og eru keyptar aukalega, ásamt festingum.
Varðandi stækkunarmöguleika á skýli: Ekki er hægt að nota L-einingu eða U-einingu til að stækka skýlið sem nemur einni sorptunnueiningu. En vissulega má bæta öðru tvöföldu bogaskýli við fyrirliggjandi skýli og auka þannig pláss fyrir sorptunnur úr tveimur í fjórar. Þá er komið kjörið tækifæri til að nota aukapláss í skýlinu til að geyma önnur útiverkfæri eða dót.