
Sorptunnuskýli fyrir gáma
38-640
Product information
Short description
Heilsteypt, stílhrein og falleg sorptunnuskýli eru tilvalin til að skýla gámum og sorptunnum.
Description
Sorptunnuskýli fyrir gáma eru hentug lausn fyrir fjölbýlishús og vinnustaði. Skýlin koma í tveimur stærðum, annars vegar rúma þau 660 lítra gám og hins vegar 1.100 lítra gám. Lokin á skýlunum festast við stöng á sjálfum gámnum sem gera þau sérlega meðfærileg og þægileg í notkun. Mælt er með að setja hurðir og lok á skýlin ásamt pumpu til að auðvelda opnun hurðarloks.
Einingaverð á sorptunnuskýli í vefverslun er gefið upp fyrir staka einingu. Fylgihlutir eins og hurðir, lok, pumpur og seglar eru seld sérstaklega.
Heildarverð á 660 L gámaskýli með tveimur hurðum, loki og pumpu: 415.684 kr.
Heildarverð á 1100 L gámaskýli með tveimur hurðum, loki og pumpu: 518.972 kr.
Stærðir:
Skýli fyrir 1100 L gám:
Lengd:158 cm | Breidd:130 cm | Hæð:150 cm
Skýli fyrir 660 L gám:
Lengd:158 cm | Breidd:97 cm | Hæð:135 cm
Mikilvægt er að ruslatunnuskýli séu lögð á frostfrían jarðveg með hellulögðu eða steyptu undirlagi. Hægt er að fá hurðir eða hurðaramma á skýlin sem eru framleidd hjá BM Vallá.