Beint í efni

MANNAUÐSSTEFNA


Fjölbreytt liðsheild

Mannauðsstefnan endurspeglar vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir á sterkri sögu. Stefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem bestu starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna. Mikil áhersla er lögð á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi.

Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis út frá fjórum meginstoðum.

Mönnun og fræðsla: Hæft starfsfólk, sterk og fjölbreytt liðsheild

Samskipti og gleði: Virðing, virkt upplýsingaflæði og góður starfsandi

Heilsa og öryggi: Vellíðan í starfi og jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Kaup og kjör: Jafnrétti, jöfn tækifæri og samkeppnishæf laun