Beint í efni
Mínar síður

ÖRYGGIS- OG HEILSUSTEFNA


Öflugt forvarnar- og fræðslustarf

Til að stuðla að auknu vinnuöryggi og heilsuvernd starfsfólks hefur BM Vallá sett sér markmið og reglur skv. stjórnkerfi IST ISO 45001:2018 og bætt þeim við rekstrarhandbók fyrirtækisins.

  • Að fylgja lögum og reglugerðum varðandi öryggi og heilsuvernd starfsfólks.
  • Að fylgja öryggis- og heilsustefnu Heidelberg Materials (útgefnu 28.04.2023)
  • Að stuðla að aukinni öryggisvitund starfsfólks og vekja athygli á að afstaða starfsfólks til áhættu og ábyrgðartilfinningar getur skipt sköpum fyrir öruggt vinnuumhverfi.
  • Að tryggja samráð og virka þátttöku allra starfsmanna í málefnum H&ÖV (stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað).
  • Að gera það sem mögulegt er til að verjast slysum og forðast það sem heilsuspillandi getur talist.
  • Að vinna að stöðugum umbótum á sviði öryggismála meðal annars í tengslum við reglulegt áhættumat og athugasemda sem berast í framhaldi af því.

Stefnan var uppfærð og yfirfarin af forstjóra 3.7.2024