Beint í efni

ÖRYGGISSTEFNA


Öflugt forvarnar- og fræðslustarf

  • Starfrækt er öflugt forvarnar- og fræðslustarf sem byggir á reglum og kerfislegri nálgun á öllum þáttum rekstrar og stjórnunar til að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma af völdum starfseminnar
  • Áhersla er lögð á greiningar á áhættu og aðgerðir til að draga úr henni við störf.
  • Starfsfólk er hvatt til að huga vel að eigin öryggi í störfum með því að framkvæma stuttar áhættugreiningar áður en verk hefjast
  • Allt starfsfólk hefur skýrt umboð til að stöðva öll verk sem það telur að ekki sé nægilega öruggt hverju sinni
  • Ýmsir mælikvarðar og aðferðir eru notaðir til eftirlits og eftirfylgni, svo sem áhættugreiningar, atvikaskráningar, öryggissamtöl og úrbótaverkefni
  • Framkvæmdar eru innri úttektir, ábendingar skráðar og markvisst unnið að úrbótum. Haldið er utan um skráningar, úrbótaverkefni og aðgerðir úr innri úttektum í miðlægu atvikaskráningarkerfi
  • Unnið er úr þessum atvikum eftir tilefnum og öll alvarleg atvik sem krefjast fyrstu hjálpar, læknismeðferðar eða valda fjarveru eru rannsökuð, rótargreind og unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig