Samfélagssjóðurinn Hjálparhella BM Vallá

Hjálparhella BM Vallá er samfélagssjóður og er starfræktur með það að markmiði að styðja við fjölbreytt samfélagsverkefni. Við höfum veitt margvíslegum samfélagsverkefnum stuðning, smáum sem stórum og erum þátttakendur í langtímaverkefnum með UNICEF á Íslandi og Römpum upp Ísland. Viðskiptavinir BM Vallá gegna mikilvægu hlutverki í góðgerðar- og samfélagsverkefnum fyrirtækisins en ákveðið hlutfall af ársveltu fer í málaflokkinn. Þannig geta allir verið hjálparhellur!

2021 | UNICEF á Íslandi

Fyrir hverja 10 fermetra af hellum keyptum á árinu tryggðum við dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir einn einstakling í efnaminni ríkjum heims.

Í mörgum löndum ríkir enn neyðarástand vegna COVID-19. UNICEF leiðir risavaxið verkefni sem snýst um dreifingu bóluefna um heimsbyggðina svo ekkert land verði útundan í baráttunni. 

2021 | Römpum upp Reykjavík

Verkefnið gekk út á að auka aðgengi hreyfihamlaðra við verslanir, veitingastaði og þjónustu í Reykjavík með gerð rampa.

Árangurinn lét ekki á sér standa og yfir 100 römpum var komið fyrir í Reykjavík á árinu með hellum frá BM Vallá. 

Hægt er að sækja um í Hjálparhellu BM Vallá samfélagssjóð en úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári.

2021 | Styrkir úr samfélagssjóð

 • UNICEF – styrkur í COVAX-verkefnið til að standa straum af bólusetningu gegn Covid-19 í fátækari löndum

 • Römpum upp Reykjavík – samstarfsaðili í verkefninu með því að leggja til hellur, sand og efni

 • Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar

 • Þögul tár – styrkur til gerðar heimildarmyndar um sjálfsvíg

 • Krabbameinsfélag Íslands – stuðningur vegna Mottumars

 • ÍA knattspyrnufélag – stuðningur til starfsemi félagsins

 • Körfuknattleiksdeild UMF Þórs – stuðningur til starfsemi félagsins

 • Körfuknattleiksdeild Tindastóls – stuðningur til starfsemi félagsins

 • Stígamót – stuðningur til starfsemi félagsins

 • SÁÁ – stuðningur til starfsemi félagsins

 • Björgunarfélag Akraness – styrkur til starfsemi björgunarsveitarinnar