BM Vallá styrkir bóluefnadreifingu UNICEF

Fyrir hverja 10 fermetra af hellum keyptum á árinu tryggjum við dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir einn einstakling í efnaminni ríkjum heims.

Í mörgum löndum ríkir enn neyðarástand vegna COVID-19. UNICEF leiðir risavaxið verkefni sem snýst um dreifingu bóluefna um heimsbyggðina svo ekkert land verði útundan í baráttunni. Faraldurinn klárast ekki fyrr en öll lönd heims hafa verið bólusett.

Það er okkur sönn ánægja að geta lagt þessu málefni lið.

Hjálparhellur eru nýtt samfélagsverkefni BM Vallá sem ætlað er að styðja við þarft málefni á hverju ári.