Við stefnum á kolefnishlutleysi 2030

Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Markvisst er stefnt að því að starfsemi og steypuframleiðsla BM Vallár verði kolefnishlutlaus árið 2030.

Vistvænni steypa forgangsmál

Markmið um kolefnishlutleysi í starfseminni árið 2030 kallar á markvissa vöruþróun og nýsköpun ásamt breytingum á verkferlum og metnaðarfullum mótvægisaðgerðum svo hægt verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í öllu sem við kemur framleiðslu BM Vallár.

Sementshlutinn er um 85-90% af heildarlosun CO2 í starfsemi BM Vallár og er það því forgangsmál að bjóða fram nýjar tegundir steypu sem eru með umhverfisvænna sementi. Nú þegar getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum upp á steypu sem er með allt að 40% minna kolefnisspor.

Helsti sementsframleiðandi okkar, Heidelberg Materials Sement Norge, hefur sett sér sambærilegt markmið – að öll sementsframleiðsla fyrirtækisins verði kolefnishlutlaus árið 2030. Í því felst að ekki verði kolefnislosun við framleiðslu sements hjá fyrirtækinu sé horft til líftíma þess, allt frá framleiðslu, við notkun efnisins til steinsteypgerðir og allt til niðurrifs mannvirkja í lok líftíma þeirra. Gangi þessi áform eftir, eins og allt bendir til, verða Norcem og móðurfyrirtæki þess, Heidelberg Materials, brautryðjendur á heimsvísu á sínu sviði í umhverfismálum.

Lestu nánar um Berglindi – vistvæna steypu

 

Hvernig ætlum við að ná markmiðinu?

Við höfum nú þegar kortlagt aðgerðir (sjá skýringarmynd neðar) sem nema um 80% af takmarkinu um kolefnishlutleysi og vinnum markvisst að því að finna lausnir á því sem upp á vantar. Við munum vinna á fimm mismunandi sviðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og nú þegar eru í notkun nýjar tegundir sements sem valda mun minni losun kolefnis. 

Til að ná markmiðinu munum við einnig gera aðrar ráðstafanir eins og að nota steypu í hringrásarhagkerfi, draga úr notkun sements eftir föngum, þar sem það á við, og að styðja við verkefni á sviði kolefninsbindingar, eins og skógrækt, endurheimt votlendis o.fl.

Kolefnishlutleysi BM Vallá

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna BM Vallár tekur tillit til daglegrar starfsemi, við alla framleiðslu, við val á birgjum og þjónustuaðilum.

Sjá umhverfisstefnu

Grænir verktakar

Grænir verktakar er nýtt samstarfsverkefni BM Vallá við verktaka sem felur í sér sameiginlega ábyrgð í endurvinnslu umbúða.
Verktaki skuldbindur sig til að safna saman tómum múrpokum eftir notkun í sérmerkta sekki sem BM Vallá útvegar. BM Vallá tekur síðan við pokunum og skilar þeim til endurvinnslu.

Sjá nánar

Umhverfisvænir samstarfsaðilar

Við erum þátttakendur í spennandi hringrásartengdum og umhverfisvænum samstarfsverkefnum. Þar á meðal tökum við þátt í verkefni um umhverfisvænsta húsið, græna iðngarða og hringrásarhús.

Sjá nánar í samfélagsskýrslu

Árangur í umhverfismálum 2022

Margvíslegur árangur náðist árið 2022 í umhverfismálum. Þar á meðal drógum við úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfseminni milli ára sem nemur 5,6%. Við jukum notkun á umhverfisvænna sement um 35%. Við kynntum Berglindi, vistvænni steypu, til leiks sem er með 40% minna kolefnisspori heldur en hefðbundin steypa.

Sjá nánar í sjálfbærniskýrslu

Múrblöndur

Allar ímúrblöndur sem BM Vallá framleiðir uppfylla skilyrði Svansins til að vera notaðar í hús eða endurbætur sem stefna að umhverfisvottun.

Sjá nánar um vottunina