Beint í efni

HELLUR, KANTSTEINAR OG HLEÐSLUR


Gæðavottuð framleiðsla og áratuga reynsla

BM Vallá hefur framleitt hellur, kantsteina og hleðslur í meira en fjörtíu ár og er framleiðslan gæðavottuð skv. alþjóðlega staðlinum ISO 9001. Mikil áhersla er lögð á gæði og að hellurnar endist og standist íslenska veðráttu. Hráefnið í hellurnar kemur að langmestu leyti úr íslensku hráefni; steinefnum, vatni og sementi.

Þykkt og stærð á hellum

Staðalþykkt á hellum frá BM Vallá er 6 cm þykkt og hentar sú þykkt fyrir flest svæði, t.d. innkeyrslur, bílastæði og þar sem létt umferð er. En ef hellulagða svæðið þarf að þola þunga umferð eða ökutæki er gott að nota þykkari hellur. Þess vegna framleiðum við einnig hellur í 8 cm þykkt og eru þær sérstyrktar og þola aukna þyngd.

Þegar kemur að því að velja stærðir á hellum þá er gott að hafa í huga að fyrir innkeyrslur skulu stærð hellna ekki vera meiri en 30x30, nema þær séu í 8 cm þykkt. Hins vegar ganga allar aðrar stærðir fyrir göngustíga og verandir.

Val á álagsflokkum

Álagsflokkar fyrir hellur eru fjórir, frá I til IV, og eftir því sem álagið á hellulagða svæðið er meira þarf að velja hærri flokk. Hægt er að velja hellur eftir álagsflokkun í vefverslun okkar.

Álagsflokkur I
Er ætlaður gangstígum og þar sem gangandi vegfarendur fara um.

Álagsflokkur II
Er ætlaður innkeyrslum við húsnæði og bílastæðum. 

Álagsflokkur III
Er ætlaður fyrir bílastæði hjá fyrirtækjum eða stærri svæðum þar sem má gera ráð fyrir tilfallandi umferð þungra farartækja, s.s. vörubíla,

Álagsflokkur IV
Er ætlaður fyrir götur þar sem meðalþung og þung umferð er til staðar, t.d. hraðahindranir.

Vantar þig aðstoð ?

Við viljum endilega heyra í þér ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað þig með varðandi val á hellum eða hleðslusteinum. Ekki hika við að hafa samband. 

Skoðaðu vöruúrvalið í vefverslun