Beint í efni

ÁFERÐA- OG MUNSTURSTEYPA


Leikið sér með munstursteypu

Steinsteypa er einstakt byggingarefni og hægt að forma hana í nánast hvaða form sem er. Hönnuðir og arkitektar hafa nýtt sér fjölbreytta möguleika steypunnar í hönnun og leikið sér með ýmsar áferðir og munstur til að brjóta upp hefðbundna slétta steypu.

BM Vallá notar munsturmottur frá þýska fyrirtækinu NOE, sem er leiðandi á markaðnum, í hönnun á fallegum og endingargóðum steypumunstrum.

Munstur- og sjónsteypa með Noe mottum

Það er leikur einn að steypa áferðarfallegar formlínur í húseiningar og skapa steinsteyptum flötum fallega áferð, form og útlit sem tekið er eftir. Valmöguleikarnir eru fjölmargir og hægt er að fá munsturmottur með timburáferð, múráferð, gifsáferð, steináferð, hamraðri áferð, skraut- og listræna áferð. Einnig eru nokkrar útgáfur af sjónsteypu sem líkja eftir beinum línum í munstrinu.

Með því að opna myndirnar er hægt að sjá heiti á munsturmottunni.