Beint í efni

KAUPSKILMÁLAR


Steypa frá BM Vallá

Kaupskilmálar

1. Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.bmvalla.is. Eigandi þess er BM Vallá, kt. 450510-0680, Bíldshöfða 7, 110 Reykjavík, hér eftir nefnt BM Vallá.

Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur BM Vallá annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Skilmálarnir eru samþykktir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og tryggjum við okkar viðskiptavinum örugg viðskiptinu á netinu.

2. Skilgreiningar

Seljandi er BM Vallá, kt. 450510-0680. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikningi.

3. Skilaréttur og endurgreiðslustefna

Vara fæst endurgreidd þegar slíkt er heimilað skv. viðskiptaskilmálum. Skilyrði skv. skilmálunum eru að varan sé gölluð og ekki unnt að bjóða nýja vöru í staðinn, hún óviðgerðarhæf, í upprunalegu ásigkomulagi, ónotuð og ekki sérpöntuð og sé skilað innan 30 daga frá kaupum með framvísun reiknings. Sjá nánar í 13. grein viðskiptaskilmála.

Ef 30 dagar eru liðnir frá kaupum á vöru er ekki boðið upp á endurgreiðslu eða vöruskipti. Ef til endurgreiðslu kemur innan 30 daga frá kaupum, mun BM Vallá endurgreiða kaupanda vöruna á sama hátt og viðskiptavinur greiddi fyrir hana – þ.e. með bakfærslu á kreditkorti eða innleggi á bankareikning viðskiptavinar ef um staðgreiðslu var að ræða.

Félagið ber allan flutningskostnað sem hlýst af skiptum í framangreindum tilvikum.

4. Verð vöru og sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður leggst ofan á vöru áður en gengið er frá greiðslu og ræðst af eðli og umfangi viðskipta.

Verð fyrir flutning og hífingu tekur mið af gildandi verðskrá hverju sinni.

Verð fyrir sendingu á stöð tekur mið af gildandi verðskrá hverju sinni.

Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er rukkað km gjald fyrir flutning.

5. Afhendingarmátar

Heimsent á höfuðborgarsvæðinu

Gildir fyrir Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð.

Akstur til Vöruflutningamiðstöðvarinnar í Reykjavík, sem er flutningsaðili á vegum kaupanda.

Eftir afhendingu þar er vara á ábyrgð og áhættu kaupanda. Sjá skilmála Vöruflutningarmiðstöðvarinnar

Sótt í verslun að Breiðhöfða 3, Reykjavík

Opnunartími verslunar er: mán-fös. kl. 8-17.

Sími: 412 5050

Sótt í verslun að Sjafnargtu 3, 603 Akureyri.

Opnunartími verslunar er: mán-fös. kl. 8-17

Sími: 412 5200

Sé vara sótt fær viðskiptavinur sms í uppgefið símanúmer þegar vara er tilbúin til afhendingar.

6. Verð og verðbreytingar

Öll verð sem félagið gefur upp er grunnverð. Verð er ýmist gefið skv. gjaldskrá félagsins á netinu eða skv. tilboði. Virðisaukaskattur er innifalinn í uppgefnu verði nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Ef vara sem pöntuð hefur verið reynist ekki til á lager, upplýsum við viðskiptavini okkar um það og bjóðum að senda vöruna þegar hún verður fáanleg að nýju. Ef pöntuð vara verður ekki til á lager á næstunni (innan 30 daga) mun BM Vallá endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla þegar farið fram.

Gjaldskrá getur breyst án fyrirvara.

7. Bretta- og pokagjöld

Bretta- og pokagjöld eru lögð á þær vörur sem við á. Brettagjöld nema 2.000 krónur per bretti en 2.500 krónur per poka.

Brettagjöld fyrir einingabretti fyrir stærri vörur nema 7.000 krónur per bretti.

Þessi gjöld geta verið endurgreidd kjósi viðskiptavinur að skila þeim brettum og pokum sem fylgja pöntuninni að hverju sinni.

8. Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp við viðskiptin. Upplýsingarnar verða ekki afhentar þriðja aðila.

9. Persónuvernd

Seljandi meðhöndlar allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til þeirra viðskipta sem þær eru gefnar fyrir. Að öðru leyti vísast til upplýsinga um meðferð persónuupplýsinga og persónuvernd á vefsíðu BM Vallá.

10. Greiðslugátt

Viðskiptavinir sem greiða fyrir vöru í gegn um vefsíðuna samþykkja um leið viðskiptaskilmála félagsins eins og þeir eru á hverjum tíma.

Sé kaupandi einstaklingur sem kaupir vöru í tilgangi sem er óviðkomandi starfi hans gilda lög um húsgöngu og fjarsölusamninga og lög um neytendakaup .

Í netverslun BM Vallá er boðið upp á að greiða með öllum helstu kredit- og debetkortum. Greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Valitor hf.

11. Öryggi

BM Vallá tryggir greiðsluöryggi eins og frekast er kostur á hverjum tíma. Allar greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslugátt Valitor hf.

12. Lög og varnarþing

Um viðskipti þessi gilda íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

.