Flotmúr 20-70 T er trefjastyrkt sementsbundin fjölliðublönduð flotmúrblanda tilbúin til notkunar, aðeins þarf að bæta við réttu magni af vatni. Blandan er hraðharðnandi, en vinnslutími er um 20 mínútur.
Blandan hentar til að búa til þykk múrlög á mismunandi undirlag eins og gólf með timburklæðningu og ofan á einangrun. Flotmúrblöndur með trefjum líkt og Flotmúr 20-70 T henta þar sem misþykktir eru meiri, sérstaklega ef brúnir í undirlagi skapa misþykktir og þegar undirlag er mismunandi.
Flotmúr hefur lægri slitstyrk (yfirborðs togþol) heldur en hefðbundnar flotblöndur (t.d Gólfflot 5-50). Hægt er að nota blönduna þar sem álag er á gólfum, eins og t.d. í húsnæði fyrir léttan iðnað, ef að Gólfflot 5-50 eða Gólfflot 3-15 er sett yfir.
Flotmúr 20-70 T er seigfljótandi blanda og því þarf að vinna yfirborðið eftir niðurlögn með rörasladdara.
Ávallt skal fylgja tækniblaði við blöndun og notkun á vörunni.