INNKAUPASTEFNA

Ábyrg innkaup
Innkaupastefna Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf og dótturfélaga, þ.m.t. BM Vallá, leggur áherslu á ábyrg og hagkvæm innkaup, þau stuðli að gagnsæi, byggi á siðferðislegum viðmiðum og styðji við gæða- og sjálfbærnistefnu félaganna.
Vistvæn og hagkvæm innkaup
Leitast er við því í hvívetna að auka kostnaðarvitund starfsmanna og stjórnenda við öll innkaupa og þeirri ábyrgð sem fólgin er í því að ráðstafa fjármagni félagsins.
Eftir fremsta megni er leitast eftir því að öll innkaup séu eins vistvæn og kostur er. Horft er í kolefnissporið samhliða kostnaði við val á hráefni, vörum og flutningsleiðum.
Umhverfisáhrif
Í innkaupum verður leitast eftir fremsta megni að draga markvisst úr neikvæðum umhverfisáhrifum virðiskeðjunar. Umhverfisárangur og kolefnisspor í starfseminni er birt árlega í sjálfbærniskýrslu félagsins.
Birgjamat
Árlega er framkvæmt birgjamat, þar sem áreiðanleiki þeirra er metinn. Birgjar eru greindir eftir mikilvægi út frá veltu, rekstraröryggi, sjálfbærni og hvort um er að ræða lykil birgja. Metið er fjárhagslegt hæfi, kvartanir út frá gæðum, afhendingaröryggi og almenn frammistaða. Einnig er mælt hvort birgjar samþykki siðareglur félagsins eða starfi eftir sambærilegum reglum. Birgjar geta svo fengið þrjár mismunandi stöður út frá frammistöðu, standist birgi kröfur félaganna er hann merktur grænn, sé þörf á úrbótum er hann gulur og sé þörf á endurskoðun á frekari samstarfi er hann rauður.