STJÓRNARHÆTTIR

Stjórnhátta- og hlítnireglur í starfi
Stjórnhátta- og hlítnireglur eru í gildi fyrir allt starfsfólk sem ná meðal annars til mannréttindamála, varna gegn peningaþvætti, samfélags- og umhverfisáherslna, auk siðareglna starfsfólks og birgja.
Öllu starfsfólki eru veittar leiðbeiningar og þjálfun varðandi meðhöndlun hugsanlegra hagsmunaárekstra og verklagsreglur til að koma í veg fyrir spillingu. Einnig er veitt fræðsla um stjórnháttaviðmið, samkeppnislög, spillingarvarnir, ábyrgð, eftirfylgni og viðurlög við brotum á þessum reglum. Starfsfólk er hvatt til að tilkynna um brot á siðareglum, og er verklag við slíkar tilkynningar aðgengilegt öllum í gegnum „SpeakUp“ úrræðið sem einfaldar tilkynningar til muna.
Helstu reglur og viðmið í stjórnarháttum
Skuldbindingar gagnvart lögum og reglum
Öll viðskipti skulu fara fram í samræmi við viðeigandi lands- og samkeppnislög, auk þeirra siða- og samvinnureglna sem hafa verið gefnar út. Starfsfólk skal ávallt starfa af heiðarleika og fagmennsku í öllu sínu starfi.
Spilling eða mútur
Notkun fjármuna fyrirtækisins í ólöglegum eða óviðeigandi tilgangi er með öllu óheimil, hvort sem um er að ræða að veita eða þiggja mútur. Settar hafa verið reglur um hagsmunaárekstra, ásamt því að reglur eru viðhafðar í tengslum við að veita eða þiggja gjafir eða önnur fríðindi.
Heilsu- og öryggismál
Áhersla er lögð á að styrkja og bæta öryggismenningu innan fyrirtækisins, enda er öryggi og heilsa starfsfólks ávallt sett í forgang.
Umhverfismál alltumlykjandi
Sjálfbærni og umhverfismál eru höfð að leiðarljósi í starfseminni ásamt ábyrgri meðhöndlun náttúruauðlinda. Þar af leiðandi er reynt að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar þar sem það er tæknilega og fjárhagslega mögulegt.
Mannréttindi og réttindi starfsfólks
Fyrirtækið skuldbindur sig til að virða mannréttindi, stuðla að jafnrétti og tryggja sanngjarnar vinnuaðstæður fyrir allt starfsfólkið sitt.
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
Ströngum kröfum og löggjöf um upplýsingaöryggi er fylgt ásamt meðhöndlum persónuupplýsinga, bæði hvað varðar viðskiptavini, birgja og starfsfólk.
Varnir gegn peningaþvætti
Reglubundnar athuganir og úttektir eru framkvæmdar til að draga úr áhættu á peningaþvætti eða öðrum ólögmætum athöfnum af hálfu þriðja aðila. Einnig er forðast að nota reiðufé í viðskiptum til að auka gagnsæi og tryggja að reglum sé fylgt.
Ábyrgð hvers starfsmanns
Hver og einn starfsmaður þarf að þekkja og fylgja siðareglum fyrirtækisins. Þá er hann skyldugur til að tilkynna um möguleg brot á þessum reglum í gegnum SpeakUp-úrræðið.
Jákvæð og uppbyggileg samskipti
Starfsfólk er hvatt til að eiga í jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum, og sýna ábyrgð í þeim tilgangi til að skapa gott vinnuumhverfi. Einnig er það hvatt til að tilkynna um óæskilega hegðun eða vandamál sem kunna að koma upp.
Siðareglur birgja
Siðareglur birgja mynda undirstöðurnar að öllum samningstengslum fyrirtækisins við birgja sína. Farið er fram á að birgjar fyrirtækisins virði og tileinki sér þessar siðareglur sem samrýmast gildum þess. Þeim er ætlað að veita vörn gegn spillingu ásamt því að setja fram skýrar áherslur í umhverfismálum. Siðareglurnar eru í samræmi við alþjóðlega staðla í samfélagsábyrgð, eins og SA 8000, auk þýsku löggjafarinnar um áreiðanleikakönnun fyrirtækja í birgjakeðjum sem og umhverfisstaðalsins ISO 14001.
BM Vallá fylgir stjórnháttar- og hlítnireglum Heidelberg Materials sem eru endurskoðaðar og aðlagaðar reglulega til að endurspegla ríkjandi gildi og viðmið samfélagsins.