Beint í efni

GÆÐAVOTTUÐ OG VISTVÆNNI STEYPA


Steypa frá BM Vallá

Gæði og umhverfismál er leiðarljósið

BM Vallá hefur framleitt steypu fyrir íslenskar aðstæður í 70 ár og byggir framleiðslan á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ítrustu álagsprófanir við íslenskar aðstæður. BM Vallá er með gæðavottun skv. ISO 9001 og er eini steypuframleiðandi landsins með slíka vottun. 

Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins.

Vöruframboð tekur mið af þeim áherslum og með Berglindi – vistvænni steypu er hægt að fá steypu sem eru í nokkrum flokkum með mismikinn kolefnissparnað. Þá eru tvær gerðir steypu með umhverfisyfirlýsinu, EPD og hægt er að fá steypu sem uppfyllir skilyrði Svansins og BREEAM.

Þarftu að panta steypu?

BM Vallá starfrækir steypustöðvar í Reykjavík og á Akranesi og afhendir steypu til viðskiptavina í nálægð við þau svæði. Hægt er að panta steypu með því að hringja beint í steypustöð BM Vallár, síminn er 412 5100.

Steypustöð BM Vallár: 412-5100 | Opið: Mán-fös: 7:00-16:00

Ef þig vantar upplýsingar/ráðgjöf um verð eða val á steypu er best að hringja til sölusviðs í síma 412-5050 eða hafa samband með því að smella á hlekkinn.

Afhending á steypu

Algengast er að steypubílar afhendi steypu tilbúna til notkunar á verkstað. Það er þó hægt að fá tilbúna steypu, „smá slatta“ ef um lítið magn er að ræða og sækja viðskiptavinir þá steypu til okkar og fá afhent í plastkari.

Almennur afhendingartími steypu
Mán-fös: kl. 7:30-15:30

Almennur afhendingartími á „smá slatta“
Mán-fös: kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00

„Smá slatti“af steypu er sótt á vörulager BM Vallár að Breiðhöfða 3.

Við mælum með að panta steypuna með góðum fyrirvara til að tryggja þann afhendingardag sem hentar þér best.

Sérsteypur

BM Vallá hefur mikla reynslu í steypugerð og steypuframkvæmdum og gerir það okkur kleift að bjóða upp á sérsteypur sem hentar flestum tilefnum. Þar á meðal má nefna sjónsteypu, litaða steypu, ryðhamlandi steypu, steypu með sérstakri frostvörn eða annars konar steypu sem hönnuðir kjósa.

Það er velkomið að heyra í okkur með sérlausnir fyrir þitt mannvirki.

Steypudælur

Erum með fjölbreytt úrval af öflugum steypudælum leysa verkið hratt og örugglega. Steypudælurnar eru allt frá liprum litlum dælum sem henta vel við þröngar aðstæður upp í stórar, langar og kröftugar sem henta vel í stórar steypuframkvæmdir.

Mikil áhersla er lögð á öryggissjónarmið tengt steypudælum og afhendingu á steypu almennt séð. Þannig eru steypudælurnar teknar út einu sinni á ári af framleiðanda þeirra og eru allar dælur með gúmmístúta í stað stálstúta til að auka öryggi ef óhapp yrði við dælinguna á byggingarstaðnum.

Algengar spurningar og svör um steypu

Hvað þarf ég að hafa í huga?
Hvað telst vera góð steypa?
Úr hverju er steypa búin til?
Hverjir eru styrkleikaflokkur steypu?
Hvað er kornastærð í steypu?
Hvernig sement er notað í steypuna?
Hvað er fjaðurstuðull?
Hvað gerir loftblendi?
Eru íblendiefni notuð í steypu?
Hvaða steypugerðir framleiðir BM Vallá?